Fara í efni

Fréttir

SN - HNOTUBRJÓTURINN

SN - HNOTUBRJÓTURINN Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Point Dansstúdíó sameina krafta sína og setja upp hið sígilda verk Hnotubrjótinn. Um sérlega metnaðarfullt samstarf er að ræða en hin nýju húsakynni SN gera hljómsveitinni kleift að setja upp danssýningu af þessu tagi í fyrsta sinn. Hnotubrjóturinn er sígilt dansverk sem sett er upp víða um heim á hverjum jólum. Tónlistin er eftir Pjotr Tjækovskí (1840-1893) en Hnotubrjóturinn var með hans síðustu verkum.

Barátta gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og skv. upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu munu klukkur, bjöllur og skipsflautur óma í 7 mínútur um allt land frá kl. 13.00 - 13.07 í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðarsáttmála gegn einelti sem undirritaður var í Höfða árið 2011.

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING Fjölbragðasýning er orð sem kannski lýsir best þessu nýjasta verkefni Hymnodiu. Kórinn hefur viðað að sér alls kyns tónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímum og af ýmsum stefnum en líka hljóðfærum af ólíkum toga.

Íslensk tónlist í Hofi

Íslensk tónlist í Hofi miðvikudaginn 30. október kl. 20:00 Á tónleikunum flytja María Podhajska fiðluleikari og Agnieszka Kozło píanóleikari íslenska tónlist. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson.

SN - „VEITSLA“ - SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT FÆREYJA

Sinfóníuhljómsveit Færeyja heimsækir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sinfóníuhljómsveit Færeyja var stofnuð 1983 og fagnar því um þessar mundir 30 ára afmæli sínu. Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar opnunar Norræna hússins í Færeyjum þar sem eru kjöraðstæður til tónleikahalds.

Framkomunámskeið

Kæru nemendur og foreldrar! NefTónak verður með framkomunámskeið fyrir nemendur á miðstigi og framhaldsstigi næsta fimmtudag, 17.október, frá klukkan 19-21. Þórhildur Örvarsdóttir, söngkennari með meiru, fer yfir hvernig á að tækla sviðskrekk/tónleikastress og sviðsframkomu.

Þverflautuhátíð

Þverflautunemendur alls staðar af landinu hittust á allsherjar þverflautuhátíð sem haldin var í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar helgina 11.-13. október. Eftir stífar æfingar voru sannkallaðir uppskerutónleikar þar sem nemendur komu saman í fjórum getuskiptum flautukórum.

SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR

SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR Kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Efnisskrá tónleikanna einkennist af samspili suðrænna og norrænna tóna. Flutt verður munúðarfullt verk eftir eitt af þekktustu gítartónskáldum 20. aldarinnar, hinn ítalska Mario Castelnuovo. Castelnuovo átti mjög farsælan feril sem kvikmyndatónskáld en hann samdi tónlist við ríflega 200 Hollywoodmyndir. Að auki verður sérlega spennandi frumflutningur á tónverki eftir hinn finnska Matta Saarinen. Matti leggur áherslu á grunntækni um leið og hann gefur sér frelsi til að fara út fyrir rammann og nálgast tónlistina með nýjum hætti í tónsmíðum sínum.

Sóló blásarar

Þann 16. okt eru það nemendur úr blásaradeildinni sem láta ljós sitt skína.

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS 10.10.2013 kl. 20:00 Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari bjóða áheyrendum í ferðalag um heim tónlistarinnar í tali og tónum.