28.11.2013
SN - HNOTUBRJÓTURINN
SN - HNOTUBRJÓTURINN
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Point Dansstúdíó sameina krafta sína og setja upp hið sígilda verk Hnotubrjótinn. Um sérlega metnaðarfullt samstarf er að ræða en hin nýju húsakynni SN gera hljómsveitinni kleift að setja upp danssýningu af þessu tagi í fyrsta sinn. Hnotubrjóturinn er sígilt dansverk sem sett er upp víða um heim á hverjum jólum. Tónlistin er eftir Pjotr Tjækovskí (1840-1893) en Hnotubrjóturinn var með hans síðustu verkum.