Saxófónleikarinn Angelika Niescier heldur tónleika ásamt gítarleikaranum Hilmari Jenssyni og trommuleikaranum Scott McLemore í Hömrum þann 4. apríl kl 20.
Um síðustu helgi stóð píanódeildin fyrir sinni árlegu píanóhelgi. 10 nemendur og fjórir kennarar tóku þátt. Þeir Halldór Haraldsson og Peter Maté kenndu masterclassa.
Á degi tónlistarskólanna var efnt til ratleiks með glæsilegum vinningum. Þátttaka í leiknum var frábær og var tilkynnt um vinningshafa á hljómsveitartónleikum kl 13 í Hamraborg.