Fara í efni

Fréttir

Töfrandi Aðventuveisla þann 1. desember

Nú gefst tækifæri til að njóta teiknimyndarinnar „Snjókarlinn” á einstaklega lifandi hátt í Hofi. Myndin verður sýnd á tjaldi í Hamraborg og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur undir og nýtur liðsinnis einsöngvarans Gissurar Páls Gissurarsonar og barna- og stúlknakórs Akureyrarkirkju.

Söngvarakvöld á Götubarnum

Klassíska söngdeildin verður með þá nýbreytni að halda söngvarakvöld á Götubarnum, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.00. Enginn aðgangseyrir en aldurstakmark er 18 ára. Þar verður örugglega skemmtileg stemming.

Menningarferð klassískrar söngdeildar

Það er ekkert sem stöðvar klassísku söngdeildina þessa dagana. Þrátt fyrir stórhríð með 50 metra vindhraða, og forföll undirleikara fór 40 manna hópur suður föstudaginn 9 nóvember í mikla menningarreisu.

Tónleikar á degi íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. Nóv. 2012 verða haldnir tónleikar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Eingöngu verður flutt íslensk tónlist og er efnisskráin mjög fjölbreytt, bæði söngur og hljóðfæraleikur. Þetta er annað árið í röð sem Tónlistarskólinn er með tónleika af þessu tilefni og vonumst við til að framhald verði á næstu ár.

Alexander Smári sigraði í EPTA keppninni

Píanóleikarinn Alexander Smári Kristjánsson vann til 1. verðlauna í píanókeppni Epta sem haldin var í Salnum í Kópavogi dagana 7. til 11. nóvember. Alls voru 23 keppendur í hans flokki þ.e. flokki 14 ára og yngri.

Lúðrasveit Akureyrar sjötug!

Í dag, þann 25. október 2012 eru sjötíu ár liðin frá því Lúðrasveit Akureyrar var formlega stofnuð. Lúðrasveitastarf á Akureyri hefur verið samfellt allt frá árinu 1942 og hefur hljómsveitin skemmt bæjarbúum á tyllidögum allt frá stofnun hennar. Tónlistarskólinn á Akureyri hefur lagt sig fram við að blása nýju lífi í starf hljómsveitarinnar ...

Jólatónleikar slagverks- og trommunemenda

Slagverks- og trommusettsnemendur halda jólatónleika sína miðvikudaginn 19. desember kl 17 í Hömrum. Þetta eru síðustu jólatónleikar okkar þetta árið og hefst jólafrí tónlistarskólans frá og með fimmtudeginum 20. desember. Efnisskráin verður fjölbreytt og eru allir hjartanlega velkomnir.

Jólatónleikar píanónemenda

Í Tónlistarskólanum á Akureyri er mikið um tónleikahald en auk blandaðra tónleika halda allir hljóðfærahópar sína eigin jóla- og vortónleika. Miðvikudaginn 5.desember verða jólatónleikar píanónemenda í Hömrum kl. 18.00.