Saga klassískrar tónlistar
Saga klassískrar tónlistar I
Þrep: 1
Einingar: 2
Forkröfur: Miðpróf í tónfræðigreinum eða sambærilegt nám
Lýsing: Áfanginn miðar að því að nemendur öðlist haldgóða innsýn í sögu vestrænnar klassískrar tónlistar fram að rómantíska tímabilinu (til ca. 1820). Farið er í alla helstu strauma og stefnur og stíl þekktustu tónskálda. Hlustað er á allmörg verk eftir þau, verkin formgreind og hljóðfæranotkun skoðuð. Einnig er farið stuttlega í sögu og þróun hljóðfæra og hljómsveita í Evrópu á þessum tíma. Stiklað er á stóru í ævi helstu tónskálda sem koma við sögu. Nemendur skulu hafa orðaforða og skilning til að geta tjáð sig um námsefnið í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.
Námsmat: Tekin eru bæði miðsvetrar- og vorpróf.
Hér er kennsluáætlun Tónlistarsögu I
Saga klassískrar tónlistar II
Þrep: 1
Einingar: 2
Forkröfur: Miðpróf í tónfræðigreinum eða sambærilegt nám
Lýsing: Áfanginn miðar að því að nemendur öðlist haldgóða innsýn í sögu vestrænnar klassískrar tónlistar frá rómantíska tímabilinu og fram á 20. öld. Farið er í alla helstu strauma og stefnur og stíl þekktustu tónskálda. Hlustað er á allmörg verk eftir þau, verkin formgreind og hljóðfæranotkun skoðuð. Einnig er farið stuttlega í sögu og þróun hljóðfæra og hljómsveita í Evrópu á þessum tíma. Stiklað er á stóru í ævi helstu tónskálda sem koma við sögu. Nemendur skulu hafa orðaforða og skilning til að geta tjáð sig um námsefnið í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.
Námsmat: Tekin eru bæði miðsvetrar- og vorpróf í hvorum áfanga.
Hér er kennsluáætlun Tónlistarsögu II