Fara í efni

Rytmískt söngnám

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 6 einingar á 2. þrepi; 8 og 10 einingar á 3. þrepi

Lýsing: Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í söng og meðleik, þar sem það á við. Nemandi vinnur með fjölbreytt verkefni, lærir um mun á ólíkum stílum rytmískrar tónlistar og þjálfast í tækni, líkamsbeitingu og spuna. Nemendur þjálfast líka í að syngja með öðrum, í nótna-og hljómalestri og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni. Nemendur æfa lögin sín með sérstökum meðleikara á píanó sem leiðbeinir þeim varðandi margvíslega tónlistarlega þætti. Einnig æfast nemendur í því að syngja með öðrum og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi.

Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið til að vinna að á hverri önn, með aðstoð frá söngkennara sínum. Nemendur geta valið um að koma fram á tónleikum, taka áfangapróf eða tónleikapróf í lok annar, eða að sýna fram á með öðrum hætti að markmiðum annarinnar hafi verið náð.

Markmiðið er að nemendur öðlist dýpri skilning, þekkingu og færni í tónlist.

Ennfremur að búa rytmíska söngnemendur undir tónheyrnarhluta áfangaprófa í rytmískum söng.

Í tónheyrn 1 er kennt á grunnstigi. Í lok áfanga á nemandi að þekkja og geta sungið hljóma og tónstiga sem eru til grunnprófs í ritmískum söng, auk þess að geta sungið eða stautað sig í gegn um nótnalestrardæmi af grunnstigs-þyngdargráðu.

Í tónheyrn 2 er kennt á mið- og framhaldsstigi. Í lok áfanga á nemandi að þekkja og geta sungið hljóma og tónstiga sem eru til mið- eða framhaldsprófs í ritmískum söng, eftir því hvar nemandi er staddur í söngnámi, auk þess að geta sungið nótnalestrardæmi af viðeigandi þyngdargráðu.

 Hér má sjá kennsluáætlun tónheyrnar rytmískra söngvara 1 og 2