Klassísk Tónlist
Til að ljúka námi til stúdentsprófs í klassískri tónlist þurfa nemendur að ljúka 200 einingum samtals. Nemendur ljúka að lágmarki 94 einingum við TA í námsleiðinni Klassísk tónlist og 86-102 einingum í sínum framhaldsskóla, eftir því í hvaða framhaldsskóla þeir eru.
Það eru 4-20 einingar í frjálsu vali á stúdentsbraut í klassískri tónlist. Hjá TA geta nemendur valið á milli fjölmargar spennandi áfanga til að auðga og útvíkka þekkingu sína á sviði tónlistar; áfangarnir geta verið í kjarna annarra námsleiða, í rytmískri tónlist eða skapandi tónlist, eða ótengdir ákveðnum námsleiðum. Nemendur þurfa að athuga vel á hvaða þrepum áfangarnir eru sem þeir velja og að þeir hafi lokið þeim áföngum sem nefndir eru undir liðnum „Forkröfur“. Í valstikunni hér til hliðar er hægt að finna allar upplýsingar um þá áfanga sem ljúka þarf auk þeirra valáfanga sem í boði eru og hér fyrir neðan er að finna tillögur að námsskipulagi.
Klassísk Tónlist - Hljóðfæri
Tillaga að námsskipulagi | 1 haust einingar | 1 vor einingar | 2 haust einingar | 2 vor einingar | 3 haust einingar | 3 vor einingar | Samtals einingar |
Hljóðfæraleikur | 6 | 6 | 8 | 8 | 10 | 10 | 48 |
Masterklass og prufuspilsþjálfun | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | ||
Samspil | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 | 12 |
Kórsöngur | 1 | 1 | (getur verið hvenær sem er) | 2 | |||
Framhaldstónfræði, klassísk | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 | ||
Framhaldstónheyrn, klassísk | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 | ||
Saga klassískrar tónlistar | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 | ||
Þjóðlagatónlist | 2 | 2 | |||||
Lífsleikni tónlistarmannsins | 1 | 1 | 2 | ||||
Samtals: | 9 | 9 | 17 | 19 | 20 | 20 | 94 |
Klassísk Tónlist - Söngur
Tillaga að námsskipulagi | 1 haust einingar | 1 vor einingar | 2 haust einingar | 2 vor einingar | 3 haust einingar | 3 vor einingar | Samtals einingar |
Söngur | 6 | 6 | 8 | 8 | 10 | 10 | 48 |
Masterklass og prufuspilsþjálfun | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | ||
Samssöngur | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 | 12 |
Röddin og líkaminn | 1 | 1 | 2 | ||||
Framhaldstónfræði, klassísk | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 | ||
Framhaldstónheyrn, klassísk | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 | ||
Saga klassískrar tónlistar | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 | ||
Þjóðlagatónlist | 2 | 2 | |||||
Lífsleikni tónlistarmannsins | 1 | 1 | 2 | ||||
Samtals: | 8 | 8 | 18 | 20 | 20 | 20 | 94 |