Fara í efni

Hljómborðsfræði

Þrep: 1 

Einingar: 3 

Forkröfur:  

Lýsing:  Kennd er samtvinnuð tónfræði og nótnalestur ásamt grunntækni í hljómborðsleik.

Nemendur læra grunnatriði í tónfræði, nótnalestri og hljómborðsleik í gegnum æfingar og verkefni í tíma.  Kennslan fer fram í hljómborðsveri skólans undir beinni leiðsögn kennara.  Unnið er með tónfræðilegan þátt námsins á tölfu í virkum samskiptum á milli kennara og nemenda.

Að lokinni haustönn á nemandi að geta lesið einfaldar laglínur og hljómatákn og spilað með báðum höndum:  Hljómar í vinstri hendi og laglínur í hægri hendi.  Nemandi á einnig að hafa öðlast þekkingu á helstu grunnatriðum tónfræðinnar.

Að lokinni vorönn á nemandi að geta lesið nokkuð flóknar laglínur, hryn og hljómatákn, og spilað með báðum höndum:  Bassarödd í vinstri hendi á móti hljómum með laglínu í hægri hendi.  Nemandi á einnig að hafa ölast, fyrir utan almenna tónfræði, nokkra innsýn í grunnþætti hljómfræðinnar.

Námsmat: Ástundun, mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.