Fara í efni

Blásarasveitir

Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri:

Að jafnaði eru um 70 hljóðfæraleikarar í Blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri og er þeim skipt í þrjár sveitir eftir aldri og getu. Stjórnendur sveitanna eru Sóley Björk Einarsdóttir (A & C sveit) og Emil Þorri Emilsson (B sveit).

Blásarasveitirnar gegna mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið á Akureyri. Tónleikar sveitanna eru ávallt ókeypis og sýna skemmtilega hlið af félagstarfi fyrir ungt fólk á Norðurlandi. Blásarasveitirnar skapa einnig mörg tækifæri fyrir krakkana sjálfa og hjálpa þeim að þróa með sér færni í eigin námi og eru ekki síður mikilvægur partur af félagslífi þeirra.

Æfingatíma blásarasveita má finna hér

A sveit



Nemendur byrja í A sveit eftir að grunnfærni hefur verið náð á hljóðfærinu. Oftast eftir eitt ár, jafnvel fyrr - í samkomulagi við einkakennara og hljómsveitarstjóra.

A sveit æfir einu sinni í viku, 60 mínútur í senn.

 

B sveit                                                                                             

                                                                                  Eftir 2-3 ár í A sveit fara nemendur í B sveit (flest á aldrinum 10-13 ára).

B sveit æfir einu sinni í viku, 60 mínútur í senn.

 

C sveit:


Að loknu grunnprófi fara nemendur almennt í C sveit (oft miðað við 13 ára og eldri).

C sveit æfir einu sinni í viku, 90 mínútur í senn.

Flautusamspil Tónlistarskóla Akureyrar

Þar gefst flautunemendum sem eru búnir að ljúka grunnprófi tækifæri að æfa saman.  Æfingar eru ein klukkustund á viku og Petrea Óskarsdóttir er stjórnandi.

Flautusamspil

Farið er náið í að samstilla flautur og hópinn. Lögð er áhersla á samstarf við aðra flautukennara og þeirra nemendur um allt land. Einng hefur verið gott samstarf við Listasafn Akureyrar, þar sem flaurtusamspilið hefur m.a.verið með spunaverkefni tengt myndlistarsýningum. Flautusamspilið hefur unnið til verðlauna í Nótunni og síðast en ekki síst leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt flautunemendum úr Skólahljómsveit Kópavogs.

 

Lúðrasveit Akureyrar

Skrúðgöngur og lúðrasveitarleikur er stór hluti af hátíðarhaldi í hverjum bæ og hefur Akureyri notið þess að vera með lúðrasveit allt frá árinu 1942. Eldri nemendur úr blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri fá innsýn í starfsemi lúðrsveitarinnar með því að spila þar með ásamt reynsluboltum sveitarinnar. Úr verður öflug sveit sem marserar um bæinn á tyllidögum og heldur uppi fjörinu. Fastir liðir í starfsemi Lúðrasveitar Akureyrar eru: 1.maí, 17. júní og þegar jólatré bæjarins er tendrað á Ráðhústorgi. Einnig tekur Lúðrasveitin að sér sérstakar spilamennskur eftir óskum.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt panta Lúðrasveit Akureyrar til að spila á þínum viðburði. Best er að hafa beint samband við Sóleyju Björk stjórnanda: soleye@tonak.is 

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt panta Lúðrasveit Akureyrar til að spila á þínum viðburði. Best er að hafa beint samband við Sóleyju Björk stjórnanda: soleye@tonak.is

Stutt myndbrot frá afmælistónleikum Lúðrasveitar Akureyrar 10.apríl 2023