Fara í efni

Rannsóknarverkefni

Þrep: 3 

Einingar: 5/önn

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik/söng og tónfræðigreinum 

Lýsing

Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa áhuga á því að stunda nám við tónlistarrannsóknir eða hafa áhuga á því að nota þær til að styðja við listsköpun sína.  Í áfanganum vinnur nemandinn að einu tónlistartengdu rannsóknarverkefni að eigin vali.  Nemandi sem hefur áhuga á því að taka áfangann þarf að leggja fram greinargerð og rannsóknarspurningu í upphafi annar.  Leiðbeinandi með sérfærðiþekkingu á rannsóknarefninu aðstoðar nemandann og fylgir framvindu verksins eftir með reglulegum samtölum. Í lok skólaárs skilar nemandi frá sér rannsóknarverkefninu og kynnir það á opnum vettvangi.

Námsmat

Einkunnir eru gefnar fyrir verkefnið á skalanum 1 - 10 og umsögn. Til að ljúka áfanganum þarf lágmarkseinkunnina 5