Fara í efni

Samsöngsáfangar

Klassískur kór

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 2

Forkröfur: Grunnpróf í klassískum söng.

Lýsing: Nemendur syngja klassíska kórtónlist í gegnum aldirnar og nota mismunandi raddbeitingu eftir því sem tónlistin kallar á. Þeir læra að fylgja stjórnanda varðandi margvísleg túlkunaratriði tónlistarinnar og stilla sig inn í samhljóm kórsins. Kórinn tekur þátt í óperu uppfærslum þegar þess þarf.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og frammistöðu á tónleikum.

 

Kammerkór

Þrep: 3

Einingar: 2

Forkröfur: Miðprófi í klassískum söng og tónfræði.

Lýsing: Nemendur syngja klassíska kórtónlist í litlum hópi þar sem bara er einn eða tveir í rödd. Þeir læra að stilla saman hljóm, takt og túlkunaratriði án stjórnanda og koma fram á tónleikum á lok annar. Hópurinn tekur þátt í óperuuppfærslum þegar þess þarf.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt ástundun og frammistöðu á tónleikum.

 

Ópera

Þrep: 3

Einingar: 2

Forkröfur: Valið er í hlutverk hverrar óperu fyrir sig en nemendur þurfa að hafa lokið miðprófi í klassískum söng og tónfræði.

Lýsing: Nemendur syngja einsöng, í dúett, tríó, kvartett og öðrum samsetningu sem óperan kallar á. Nemendur fá ýmist að takast sjálfir á við verkefnin með beinni þátttöku sem og að fylgjast með samnemendunum kljást við verkefnin.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt ástundun og frammistöðu á tónleikum.