Fara í efni

Skapandi nám

Nemendur sem velja að stunda þriggja ára nám í Skapandi Tónlist fylgja námsskrá Tónlistarskólans. Námið miðar að því að styðja við nemendur sem hafa áhuga á því að þroska eigin listsköpun en finna sér ekki farveg í hefðbundnu klassísku eða ritmísku námi. Námið í Skapandi Tónlist byggir að miklu leiti til á hugmyndafræði markþjálfunar en skilyrði fyrir inngöngu á námsleiðina eru að nemendur hafi skýra sýn á þau verkefni sem þau vilja leggja stund á og geti rökstutt hvers vegna þeir finna sér ekki farveg innan hefðbundins tónlistarnáms. 

 

 

 

Námsfyrirkomulag

Viðfangsefni nemenda í Skapandi Tónlist geta verið ólík og mótast af þeim markmiðum sem nemendur hafa sett sér í sinni listsköpun eða rannsóknum á sviði tónlistar.  Nemendur geta í raun ákvarðað sjálfir hvað það er sem þeir vilja áorka með námi sínu í samtali sínu við kennara skólans og markþjálfa.  Námsfyrirkomulagið byggir fyrst og fremst á þremur þáttum, skilgreiningu og vinnu við tónlistarverkefni, markþjálfun og þeirra aukagreina sem nemendur velja og telja að styrki það verkefni sem þeir hafa ákveðið að leggja fyrir sig.

 

Námsmat