Skapandi Tónlist
Nemendur sem vilja læra samkvæmt námsleiðinni skapandi tónlist þurfa að hafa haldgóða reynslu í hljóðfæraleik, söng, hljóðversvinnu eða tónsköpun og geta sýnt fram á og skilgreint markmið með náminu. Jafnframt fer fram inntökupróf eða inntökuviðtal þar sem lagt er mat á hæfni umsækjanda og markmið nemenda með náminu kannað. Ef fleiri sækja um en hægt er að innrita áskilur tónlistarskólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning.
Til að ljúka námi til stúdentsprófs í Skapandi tónlist þurfa nemendur að ljúka 200 einingum samtals. Nemendur ljúka 90 einingum við TA í námsleiðinni Skapandi tónlist og 86-102 einingum í sínum framhaldsskóla, eftir því í hvaða framhaldsskóla þeir eru. Sjá frekari upplýsingar um námsbrautir framhaldsskólanna hér til hægri.
Það eru 8-24 einingar í frjálsu vali á stúdentsbraut í Skapandi tónlist. Hjá TA geta nemendur valið á milli fjölmargar spennandi áfanga til að auðga og útvíkka þekkingu sína á sviði tónlistar; áfangarnir geta verið í kjarna annarra námsleiða, í klassísk tónlist eða rytmískri tónlist, eða ótengdir ákveðnum námsleiðum. Nemendur þurfa að athuga vel á hvaða þrepum áfangarnir eru sem þeir velja og að þeir hafi lokið þeim áföngum sem nefndir eru undir liðnum „Forkröfur“. Í valstikunni hér til hliðar er hægt að finna allar upplýsingar um þá áfanga sem ljúka þarf auk þeirra valáfanga sem í boði eru og hér fyrir neðan er að finna tillögur að námsskipulagi.
Skapandi Tónlist
Tillaga að námsskipulagi | 1 haust einingar | 1 vor einingar | 2 haust einingar | 2 vor einingar | 3 haust einingar | 3 vor einingar | Samtals einingar |
Tónlistarverkefni | 4 | 4 | 5 | 5 | 6 | 6 | 30 |
Aðalfag(Söngur/Hljóðfæri/Hljóðlist) | 2 | 2 | 3 | 3 | 4 | 4 | 18 |
Tónfræði ST | 4 | 4 | 4 | 4 | 16 | ||
Markþjálfun | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 6 |
Tónlistarval | 3 | 3 | 3 | 3 | 4 | 4 | 20 |
Samtals: | 7 | 7 | 9 | 9 | 11 | 11 | 90 |