Tónheyrn rytmískra söngvara 1 og 2
Tónheyrn rytmískra söngvara 1 og 2
Kennsla og þjálfun tónheyrnar, þ.e. tónfræðinnar í framkvæmd.
Markmiðið er að nemendur öðlist dýpri skilning, þekkingu og færni í tónlist.
Ennfremur að búa rytmíska söngnemendur undir tónheyrnarhluta áfangaprófa í rytmískum söng.
Lýsing
Þjálfun í að þekkja, kunna og syngja tónstiga og hljóma skv. námskrá.
Þjálfun og kennsla í nótnalestri og söng af nótum.
Þjálfun í skilningi á uppbyggingu og efniviði tónlistar.
Tónheyrn 1 er kennd á grunnstigi. Í lok áfanga á nemandi að þekkja og geta sungið hljóma og tónstiga sem eru til grunnprófs í ritmískum söng, auk þess að geta sungið eða stautað sig í gegn um nótnalestrardæmi af grunnstigs-þyngdargráðu.
Tónheyrn 2 er kennd á mið- og framhaldsstigi. Í lok áfanga á nemandi að þekkja og geta sungið hljóma og tónstiga sem eru til mið- eða framhaldsprófs í ritmískum söng, eftir því hvar nemandi er staddur í söngnámi, auk þess að geta sungið nótnalestrardæmi af viðeigandi þyngdargráðu.
Hér má sjá kennsluáætlun tónheyrnar 1&2 skólaárið 2024-2025