Fara í efni

Tónlistarverkefni

Þrep: 1., 2. og 3. þrep

Einingar: 4 einingar á 1. þrepi; 5 einingar á 2. þrepi; 6 einingar á 3. þrepi

Forkröfur: Sjá inntökuskilyrði í námsleiðina Skapandi tónlist og kennsluáætlun áfangans

Lýsing: Í upphafi annar setja nemendur sér námsmarkmið til að vinna að á önninni eða skólaárinu og skilgreina tónlistarverkefni sitt með aðstoð frá markþjálfa sínum og umsjónarkennara. Tónlistarverkefnið getur til dæmis verið tónsköpun, upptökur, koma fram á tónleikum, gera tónlist við eigið myndband, geisladiskur, eða sambland af þessu. Tónlistarverkefnið er þungamiðja náms í Skapandi tónlist og felur í sér allt nám sem nemandinn innir af hendi þá önn eða skólaár sem það er unnið. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir taki ábyrgð á eigin námsframvindu og verkefnum. Tónlistarverkefnið verður umfangsmeira og sýnir fram á meiri þekkingu, færni og sjálfstæð vinnubrögð eftir því sem þrepið hækkar.

Námsmat: Verkefnaskil, ástundun, mætingar og námsframvinda. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.