Valáfangar
Nemendur í klassísku og ritmísku námi þurfa að ljúka a.m.k. tveimur önnum af valgreinaáföngum hyggist þeir ljúka fullgildu framhaldsprófi skv. aðalnámskrá tónlistarskóla. Hjá TA geta nemendur valið á milli fjölmargra áfanga til að auðga og útvíkka þekkingu sína á sviði tónlistar. Nemendur geta valið sér áfanga sem taldir eru upp hér til í stikunni hér til hliðar og hafa nemendur val um að sækja valáfanga óháð þeirri námsleið sem þeir leggja stund á. Lýsingin á við um allt skólaárið en hægt er að taka haust- eða voráfanga eingöngu. Tekið er fram sérstaklega ef áfangar eru eingöngu kenndir á haust- eða vorönn. Einstaka valáfangar eru kenndir 3. hvert ár, eða þegar næg þáttaka fæst. Vakin er athygli á því að einungis nemendur á stúdentspraut eiga rétt á því að velja áfangana "Aukahljóðfæri/Söngur" og "Upptökur og sjálfsmat".