Rytmískt hljóðfæranám
Þrep: 2. og 3. þrep
Einingar: 6 einingar á 2. þrepi; 8 og 10 einingar á 3. þrepi
Lýsing: Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í hljóðfæraleik og meðleik, þar sem það á við. Nemandi vinnur með fjölbreytt verkefni, lærir um mun á ólíkum stílum rytmískrar tónlistar og þjálfast í tækni, líkamsbeitingu og spuna. Nemendur þjálfast líka í að spila með öðrum, í nótna-og hljómalestri og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni. Nemendur æfa lögin sín með sérstökum meðleikara á píanó sem leiðbeinir þeim varðandi margvíslega tónlistarlega þætti. Einnig æfast nemendur í því að spila með öðrum og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi.
Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið til að vinna að á hverri önn, með aðstoð frá söngkennara sínum. Nemendur geta valið um að koma fram á tónleikum, taka áfangapróf eða tónleikapróf í lok annar, eða að sýna fram á með öðrum hætti að markmiðum annarinnar hafi verið náð.