Aðalfag í skapandi tónlist.
Aðalfag nemenda í skapandi tónlist getur verið söngur, hljóðfæraleikur, eða hljóðlist.
Söngur
Þrep: 1., 2. og 3. þrep
Einingar: 2 einingar á 1. þrepi; 3 einingar á 2. þrepi; 4 einingar á 3. þrepi
Forkröfur: Sjá inntökuskilyrði í námsleiðina Skapandi tónlist og kennsluáætlun áfangans
Lýsing: Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í söng. Nemandi vinnur með valin verkefni, lærir um mun á ólíkum stílum tónlistar og þjálfast í söngtækni og líkamsbeitingu. Nemendur þjálfast líka í að syngja með öðrum, í nótnalestri og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni.
Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið til að vinna að á hverri önn með aðstoð frá markþjálfa sínum og umsjónarkennara. Ástundun og framvinda náms er metin og nemandinn þarf að sýna fram á að námsmarkmiðum sé náð.
Hljóðfæraleikur
Þrep: 1., 2. og 3. þrep
Einingar: 2 einingar á 1. þrepi; 3 einingar á 2. þrepi; 4 einingar á 3. þrepi
Forkröfur: Sjá inntökuskilyrði í námsleiðina Skapandi tónlist og kennsluáætlun áfangans
Lýsing: Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í hljóðfæraleik og meðleik, þar sem það á við. Áfanginn miðar að því að nemendur læri að spila ólíka tónlistarstíla og þjálfist í tækni og líkamsbeitingu til að ná sem bestri færni á hljóðfæri sitt. Nemendur þjálfast líka í að spila með öðrum, í nótnalestri og hvað það er að
vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni.
Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið til að vinna að á hverri önn með aðstoð frá markþjálfa sínum og umsjónarkennara. Ástundun og framvinda náms er metin og nemandinn þarf að sýna fram á að námsmarkmiðum sé náð.
Hljóðlist
Þrep: 1., 2. og 3. þrep
Einingar: 2 einingar á 1. þrepi; 3 einingar á 2. þrepi; 4 einingar á 3. þrepi
Forkröfur: Sjá inntökuskilyrði í námsleiðina Skapandi tónlist og kennsluáætlun áfangans
Lýsing: Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í hljóðveri skólans og fær leiðbeiningu varðandi úrvinnslu og útsetningum á tón- og hljóðsköpun sinni og annara. Nemendur læra þau vinnubrögð sem viðgangast í hljóðverum og fá leiðsögn og þjálfun í notkun hljóðnema, hljóðupptökuforrita og sýndarhljóðfæra. Nemendur koma til með að prufa sig áfram í hinum ýmsu verkþáttum sem snúa að hljóðversstarfinu, svo sem upptökustjórn, útsetningum, hljóðfæraleik og tækniþáttum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni.
Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið til að vinna að á hverri önn með aðstoð frá markþjálfa sínum og umsjónarkennara. Ástundun og framvinda náms er metin og nemandinn þarf að sýna fram á að námsmarkmiðum sé náð.