Grunnnám
Nemendur í grunnámi sækja fyrst af öllu verklega tíma í solféges sem miða að því að undirbúa þá fyrir nám í tónfræði. Að loknu Solféges námi fara nemendur svo í grunntónfræðiáfanga sem eru þeir sömu fyrir alla nemendur skólans, sama hvaða námsleið þeir hafa valið sér. Áfangarnir, sem miðað er við að taki um tvö ár, undirbúa nemendur undir sérhæfðara tónfræðanám en þegar komið er fram í mið-, og framhaldsnám sækja nemendur tónfræði sem samræmist þeirri námsleið sem þeir fylgja hvort sem það er klassísk, ritmísk eða skapandi tónlist.