Fara í efni

Hljóðupptökutækni

Hljóðupptökutækni 1A (haustönn)

Þrep: 2

Einingar: 2

Forkröfur: Nemendur séu a.m.k. í 10 bekk í grunnskóla og eigi hljóðnema, tölvu og upptökuforrit

Lýsing: Kennt er um eðli og högun hljóðs, hugbúnað til að taka upp hljóð, virkni og gerðir hljóðnema, hvernig hljóðneminn breytir hljóðbylgjum í rafbylgjur, hljóðnematækni, upptökur á rödd, gítar og fleiri hljóðfærum. Einnig er farið í stafrænt hljóð - hvernig rafbylgjur breytast í stafrænar upplýsingar, þ.e. ferlið frá því að hljóð verður til í andrúmsloftinu, hvernig það breytist í rafbylgjur og því næst í tölur sem geymdar eru á hörðum diskum. Gert ráð fyrir að nemendur taki þátt í nokkrum upptökuverkefnum yfir önnina.

Námsmat: Mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun

 

Hljóðupptökutækni 1B (vorönn)

Þrep: 2

Einingar: 3

Forkröfur: Hljóðupptökutækni 1A

Lýsing: Nemendur læra um klippingar, hljóðblöndun, þar með talið helstu effectar, svo sem tónjafnarar, dynamic processing, delay og reverb, og mastering. Í hverri viku er farið í ákveðinn part hljóðvinnslunnar, t.d. tónjöfnun, og nemendur vinna þann þátt í laginu fyrir næstu viku. Í lok annar eru nemendur búnir að fullvinna lag sem þeir hafa hljóðblandað frá grunni og masterað. Hljóðblöndunin er stærsti þáttur þessarar annar.

Námsmat: Mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun

 

Hljóðupptökutækni 2a (Haustönn)

Þrep: 3

Einingar: 3

Forkröfur: Hljóðupptökutækni 1B

Lýsing: Farið verður dýpra í fjölrásaupptökur heldur en gert var á 1. ári og nemendur taka upp m.a. trommusett og flygil. Áhrif rýmis á upptökur skoðaðar, og upptökur I mismunandi rýmum bornar saman. Leiðréttingar á bæði tímasetningu og tónhæð skoðaðar, m.a. söngleiðréttingar og taktleiðréttingar. Farið er ýtarlega í tónleikaupptökur og hvað gerir þær öðruvísi en upptökur í hljóðverum. Gert er ráð fyrir að nemendur geti unnið töluvert sjálfstætt, og hluti af náminu er að taka upp og skila af sér upptökum á öðrum nemendum, bæði í hljóðveri og á tónleikum. Að námskeiðinu loknu á nemandi að vera fær um að taka upp hljómsveitir og sönghópa, hvort sem er í hljóðveri eða á tónleikum.

Námsmat: Mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun

 

Hljóðupptökutækni 2B (vorönn)

Þrep: 3

Einingar: 3

Forkröfur: Hljóðupptökutækni 2A

Lýsing: Nemandi fær tækifæri til að slípa upptökuhæfileika sína enn fremur með upptökum og vinnslu á nemendatónleikum. Farið verður dýpra í hljóðblöndun, m.a. flóknari hlutir eins og "sidechain compression" og "parallel compression". Farið verður yfir hvað ber að hafa í huga við að hljóðblanda og klippa tónleikaupptökur. Gert er ráð fyrir að nemendur geti unnið töluvert sjálfstætt, og hluti af náminu er að taka upp og skila af sér upptökum á öðrum nemendum, í hljóðveri og/eða á tónleikum. Töluverðum tíma verður í lokin varið í lokavinnslu hljóðs og skoðað hvað þarf að hafa í huga við að skila af sér tónlist á mismunandi formi, t.d. fyrir CD, Spotify eða Youtube.

Að námskeiðinu loknu á nemandi að vera fær um að skila af sér hágæða hljóðupptökum, hvort sem er studioupptökum eða tónleikaupptökum.

Námsmat: Mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun