Fara í efni

Hljóðupptökutækni 1a

Hljóðupptökutækni 1a

Haustönn 2018

Kennari: Haukur Pálmason

Forkröfur:  Nemendur séu a.m.k. í 10. bekk í grunnskóla og eigi hljóðnema, tölvu og upptökuforrit

Hæfniþrep: 2

Einingafjöldi: 2

Áfangalýsing:

Kennt er um eðli og högun hljóðs, hugbúnað til að taka upp hljóð, virkni og gerðir hljóðnema, hvernig hljóðneminn breytir hljóðbylgjum í rafbylgjur, hljóðnematækni, upptökur á rödd, gítar og fleiri hljóðfærum. Einnig er farið í stafrænt hljóð - hvernig rafbylgjur breytast í stafrænar upplýsingar, þ.e. ferlið frá því að hljóð verður til í andrúmsloftinu, hvernig það breytist í rafbylgjur og því næst í tölur sem geymdar eru á hörðum diskum. Gert ráð fyrir að nemendur taki þátt í nokkrum upptökuverkefnum yfir önnina.

Námsmarkmið:

Þekking:

Nemandi skal hafa öðlast almenna þekkingu og skilning á:

  • Virkni og eðli hljóðs
  • Mismunandi tónlistarhugbúnaði og hver á best við hverju sinni
  • Ólíkum gerðum hljóðnema, og notkun á þeim
  • Hlutverki annara jaðartækja (formagnara og fl.)
  • Tölvur og hljóð, hvernig virkar umbreyting á hljóði yfir í tölur sem tölvur nota.

Leikni:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Gera einfaldar hljóðupptökur
  • Sjá til þess að búnaður sé rétt tengdur og virki vel.

Hæfni:

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni til að:

  • Gera einfaldar hljóðupptökur
  • Átta sig á áhrifum umhverfis á upptökurnar
  • Velja rétta hljóðnema og setja rétt upp

Námsgögn:

Nemendur frá glærur í hverri viku og jafnframt er stuðst við efni af vefnum.  Nemendur þurfa að hafa aðgang að hljóðnema, tölvu og upptökuhugbúnaði.

Námsmat:

Einkunn er annaðhvort staðist eða fallið.  Einnig er gefin umsögn eftir önnina.  Til að standast áfangann þarf að mæta í amk 80% af tímum sem eru og skila inn amk 80% af þeim verkefnum sem eru lögð fyrir.

Námsáætlun

Vika

Viðfangsefni

Verkefni

1 (11. Sept 2019)

Kynning á efninu,  hljóðveri Tónlistarskólans, og helstu tónlistarforritum

Greinargerð um upptökubúnað sem nemendur eiga eða hafa aðgang að

2 (18. Sept 2019)

Ferli hljóðs í stafrænum upptökum.  Uppbygging hljóðupptökuforrita. 

Hljóðupptaka og klipping.

3 (25. Sept 2019)

Hljóðbylgjur – Eðli hljóðs

Hljóðupptaka – Skoða áhrif fjarlægðar á hljóminn.

4 (2. Okt 2019)

Grunntegundir af hljóðbylgjum.  Tíðni og tíðnimælar.

Notkun á tíðnimælum.

5 (9. Okt 2019)

Hljóðnemar – Meðhöndlun, helstu gerðir (dynamic, condenser, ribbon) og virkni þeirra

Ímyndaður innkaupalisti af hljóðnemum með rökstuðningi.

6 (16. Okt 2019)

Kassagítarupptökur

 

7 (23. Okt 2019)

Rafmagnsgítarupptökur

Greinargerð um gítarupptökur.

8 (30. Okt 2019)

“Polar Patterns” hljóðnema – Omni, Bi-Directional, Carioid.

Hljóðupptaka – Tilraunir með polar patterns.

9 (6. Nóv 2019)

Söngupptökur – Áhrif hljóðnematækni og rýmis

Hljóðupptaka á söng eða tali.

10 (13. Nóv 2019)

Stereo upptökur

Greinargerð um Decca tré, sögu, hljóðnema og notkun.

11 (20. Nóv 2019)

MIDI og sýndarhljóðfæri - Kynning

Greinargerð um þá Midi möguleika og sýndarhljóðfæri sem nemendur hafa til umráða.

12 (27. Nóv 2019)

Stafrænt hljóð I

Útreikningur á plássi fyrir hljóðupptökur.

13 (4.  Des 2019)

Stafrænt hljóð II

 

14 (11. Des 2019) 

Upprifjun

 

 

Réttur til breytinga á þessari áætlun er áskilinn.