Miðtónfræði og tónheyrn, klassísk (M1 / M2)
Þrep: 1
Einingar: M1 er 2 einingar en M2 er 3 einingar
Forkröfur: Grunnpróf í tónfræði /M1
Lýsing: Tónfræði miðstigs er beint framhald af tónfræði grunnnáms og skilyrði er að hafa lokið grunnprófinu. Haldið er áfram með þau atriði sem byrjað var á í grunnnáminu með meiri áherslu á hlustun og greiningu. Þá er einnig farið í undirstöðuatriði hljómfræði og stutt ágrip af tónlistarsögu. Hluti námsins er valverkefni sem getur verið t.d. tónsmíð, vefsíða eða ritgerð. Við lok miðnáms er tekið samræmt próf frá prófanefnd tónlistarskóla. Kennslan fer fram í hóptímum. Venjulegur námstími er tvö ár. Á fyrra árinu er kennd ein klst. á viku og kallast sá áfangi M1. Á seinna árinu eru kenndar tvær klst. á viku og kallast sá áfangi M2.
Námsmat: Tekið er lokapróf að vori í hvorum áfanga og er lokaprófið í M2 samræmt miðpróf.