Fréttir
31.07.2013
Á leið til Noregs
Sunnudaginn 4. ágúst heldur 14 manna hópur nemenda frá TA til Noregs þar sem þau taka þátt í norrænu samstarfsverkefni sem ber heitið Urðarbrunnur. Þátttakendur eru frá Noregi, Danmörku og Íslandi. Í hópnum sem héðan fer eru söngvarar, dansarar, strengjaleikarar, slagverksleikarar og blásarar.
19.06.2013
Enginn titill
Nú ættu allir nemendur að vera búnir að fá bréf um inngöngu sem komust að í ár. Þeir sem ekki komast inn í skólann núna færast sjálfkrafa á biðlista og hafa líka fengið bréf þess efnis en umsóknina
23.05.2013
Opnað fyrir innritun að nýju
Opnað hefur verið fyrir innritun að nýju á tonak.is. Eitthvað er ennþá laust þá sérstaklega á málmblásturshljóðfæri og í forskóla.
07.05.2013
Góðir gestir
Nú um helgina verða hjá okkur ungmenni frá Noregi og Danmörku en þau ásamt nokkrum nemendum TA munu setja upp sýningu í Noregi í ágúst.
06.05.2013
Framhaldsprófstónleikar Silju Garðarsdóttur
Silja Garðarsdóttir sópransöngkona heldur framhaldsprófstónleika sína laugardaginn 18. maí kl 16 í Hömrum. Meðleikari er Daníel Þorsteinsson. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
06.05.2013
Framhaldsprófstónleikar Sigríðar Huldu Arnardóttur
Sigríður Hulda Arnardóttir sópransöngkona heldur framhaldsprófstónleika sína laugardaginn 18. maí kl 14 í Hömrum. Meðleikari er Daníel Þorsteinsson. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
06.05.2013
Framhaldsprófstónleikar Jónu Valdísar Ólafsdóttur
Jóna Valdís Ólafsdóttir sópransöngkona heldur framhaldsprófstónleika sína föstudaginn 17. maí kl 18 í Hömrum. Meðleikari er Daníel Þorsteinsson. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
06.05.2013
Óperublót söngdeildar
Óperublótið um Örvæntingafullu eiginkonurnar og eigingjörnu eiginmennina gekk framar vonum í fyrra. Nú er komið að framhaldi um þennan skrautlega vinahóp.
06.05.2013
Tónleikar vikuna 6. til 10. maí
Þá er vortónleikahrinan okkar að hefjast og að venju er dagskráin þétt skipuð og fjölbreytt.