Fara í efni

Fréttir

Tónleikar í Hofi 4. apríl

Saxófónleikarinn Angelika Niescier heldur tónleika ásamt gítarleikaranum Hilmari Jenssyni og trommuleikaranum Scott McLemore í Hömrum þann 4. apríl kl 20.

Þorgerðartónleikar í Hofi

Mánudaginn 11. mars 2013 kl. 18:00 voru haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur.

Velheppnuð píanóhelgi

Um síðustu helgi stóð píanódeildin fyrir sinni árlegu píanóhelgi. 10 nemendur og fjórir kennarar tóku þátt. Þeir Halldór Haraldsson og Peter Maté kenndu masterclassa.

Úrslit í ratleik

Á degi tónlistarskólanna var efnt til ratleiks með glæsilegum vinningum. Þátttaka í leiknum var frábær og var tilkynnt um vinningshafa á hljómsveitartónleikum kl 13 í Hamraborg.

Dagur tónlistarskólanna

Á hverju ári höldum við í tónlistarskólanum á Akureyri upp á dag tónlistarskólanna. Að þessu sinni ber hann upp á laugardaginn 23. febrúar og verður mikið um dýrðir hjá okkur í Hofi.

Vetrarfrí

Dagana 13. til 15. febrúar er vetrarfrí hjá okkur í tónlistarskólanum. Þetta er í samræmi við vetrarfrí í grunnskólum bæjarins. Vonandi hvílast allir vel og skemmta sér á öskudaginn.

Foreldravika

Vikan 21. – 25. jan. 2013 er foreldravika í Tónlistarskólanum. Kennsla verður óbreytt en foreldrar eru boðaðir í tíma með nemendum. Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemendanna og veita foreldrum/forráðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna.