Fara í efni

Góðir gestir

Góðir gestir

Nú um helgina verða hjá okkur ungmenni frá Noregi og Danmörku en þau ásamt nokkrum nemendum TA munu setja upp sýningu í Noregi í ágúst.

Dagana 8. – 11.  maí fær Tónlistarskólinn á Akureyri  til sín góða gesti  frá Noregi og Damörku.

Þetta er 25 manna hópur fólks á aldrinum 16 - 25 ára ásamt fararstjórum og leiðbeinendum. Þessi hópur ætlar að vinna með nemendum TA að undirbúningi sýningar sem haldin verður í byrjun ágúst á stað í Suður Noregi sem nefnist Fjærheia.


Tónlistarskólinn á Akureyri er aðili að samstarfsverkefni sem hefur fengið styrk frá Nordisk Kulturfond. Verkefnið ber nafnið Urðarbrunnur, verður sett upp sem sýning þar sem unnið þvert á ýmsar listgreinar svo sem tónlist, leiklist, dans o.fl. Sýningin byggir á stöðu konunnar í gegnum aldirnar og er tilefnið m.a.  að í ár eru 100 ár liðin frá því að konur í Noregi fengu kosningarétt. Urðarbrunnur er brunnur örlaganna þar sem skapanornirnar þrjár Urður,  Verðandi og Skuld dvelja og spinna þráðinn í sýningunni.