Fara í efni

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Sunnudaginn 4. ágúst heldur 14 manna hópur nemenda frá TA til Noregs þar sem þau taka þátt í norrænu samstarfsverkefni sem ber heitið Urðarbrunnur. Þátttakendur eru frá Noregi, Danmörku og Íslandi. Í hópnum sem héðan fer eru söngvarar, dansarar, strengjaleikarar, slagverksleikarar og blásarar.

Sunnudaginn 4. ágúst heldur 14 manna hópur nemenda frá TA til Noregs þar sem þau taka þátt í norrænu samstarfsverkefni sem ber heitið Urðarbrunnur. Þátttakendur eru frá Noregi, Danmörku og Íslandi. Í hópnum sem héðan fer eru söngvarar, dansarar, strengjaleikarar, slagverksleikarar og blásarar.
Þetta er hluti af stærri „listahátíð“ i S- Noregi sem heitir sem heitir Stenbrudduke og er haldin í tengslum við menningarstofnanir þar á svæðinu. Þetta er hátíð þar sem verið er að gefa ungu fólki tækifæri að vinna með listgreinar í nánu samsatafi við starfandi listamenn sem koma þar að sem leiðbeinendur. Listahátíðin fer fram á stað í S-Noregi sem heitir Fjærheia. Þetta er útileikhús sprengt inn í berg, stórt svið
með hljómsveitargryfju og þar eru áhorfendasæti fyrir 1000 manns. Þetta
útileikhús heyrir undir menningar og tónlistarhúsið Kilden í Kristiansand sem
er bakhjarl hátíðarinnar. Sýningin Urðarbrunnur er styrkt af Nordisk Kulturfond.