Fara í efni

Fréttir

Íslensk tónlist í Hofi

Íslensk tónlist í Hofi miðvikudaginn 30. október kl. 20:00 Á tónleikunum flytja María Podhajska fiðluleikari og Agnieszka Kozło píanóleikari íslenska tónlist. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson.

SN - „VEITSLA“ - SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT FÆREYJA

Sinfóníuhljómsveit Færeyja heimsækir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sinfóníuhljómsveit Færeyja var stofnuð 1983 og fagnar því um þessar mundir 30 ára afmæli sínu. Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar opnunar Norræna hússins í Færeyjum þar sem eru kjöraðstæður til tónleikahalds.

Framkomunámskeið

Kæru nemendur og foreldrar! NefTónak verður með framkomunámskeið fyrir nemendur á miðstigi og framhaldsstigi næsta fimmtudag, 17.október, frá klukkan 19-21. Þórhildur Örvarsdóttir, söngkennari með meiru, fer yfir hvernig á að tækla sviðskrekk/tónleikastress og sviðsframkomu.

Þverflautuhátíð

Þverflautunemendur alls staðar af landinu hittust á allsherjar þverflautuhátíð sem haldin var í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar helgina 11.-13. október. Eftir stífar æfingar voru sannkallaðir uppskerutónleikar þar sem nemendur komu saman í fjórum getuskiptum flautukórum.

SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR

SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR Kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Efnisskrá tónleikanna einkennist af samspili suðrænna og norrænna tóna. Flutt verður munúðarfullt verk eftir eitt af þekktustu gítartónskáldum 20. aldarinnar, hinn ítalska Mario Castelnuovo. Castelnuovo átti mjög farsælan feril sem kvikmyndatónskáld en hann samdi tónlist við ríflega 200 Hollywoodmyndir. Að auki verður sérlega spennandi frumflutningur á tónverki eftir hinn finnska Matta Saarinen. Matti leggur áherslu á grunntækni um leið og hann gefur sér frelsi til að fara út fyrir rammann og nálgast tónlistina með nýjum hætti í tónsmíðum sínum.

Sóló blásarar

Þann 16. okt eru það nemendur úr blásaradeildinni sem láta ljós sitt skína.

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS 10.10.2013 kl. 20:00 Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari bjóða áheyrendum í ferðalag um heim tónlistarinnar í tali og tónum.

Ungir Pólskir einleikarar

Miðvikudaginn 9. október kl. 18:00 verða tónleikar í Hömrum. Þar koma fram strengjanemendur frá Suzuki Institute í Gdansk í Póllandi en þau eru hér í heimsókn og hafa verið að æfa með strengjanemendum Tónlistaskólans á Akureyri.

Strengjasveitatónleikar í Hofi

Dagana 4.-11. október fær strengjadeild TA í heimsókn góða gesti. Þetta eru hópar strengjanemenda annarsvegar frá Berlíní Þýskalandi og hinsvegar frá Gdanskí Póllandi. Þessir nemendahópar ætla vinna með strengjasveitum skólans yfir helgina. Á mánudaginn þann 7. október kl. 18:00 verða síðan tónleikar í Hamraborg, stóra salnum í Hofi.

Tríó Sunnu Gunnlaugs - Masterclass

Tríó Sunnu Gunnlaugs - Masterclass Miðvikudaginn 2. okt. er masterklass og tónleikar með Tríói Sunnu Gunnlaugs en í tríóinu eru ásamt Sunnu, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore. Masterklassinn er í samspilsstofunni kl. 17:00-19:00 og tónleikarnir í Hömrum kl. 20:00. Frítt er fyrir nemendur skólans á tónleikana en starfsfólk fær 50% afslátt.