Fara í efni

Fréttir

Hljómsveitartónleikar í Hamraborg

Í vikunni voru haldnir fjölmennir hljómsveitatónleikar í Hamraborg. Þar komu fram blásara- og strengjasveitir skólans ásamt kór sem skipaður var nemendum úr forskóla og tónæði. Efnisskráin var fjölbreytt og lauk tónleikunum á því að allur hópurinn flutti tvö jólalög í útsetningu Alberto Carmona. Sjá má upptöku frá tónleikunum á facebook síðu skólans.

Tónlistarhátíðin Bergmál 2013

FRÉTTATILKYNNING – Tónlistarhátíðin Bergmál 2013 HVAÐ? Tónlistarhátíðin Bergmál HVAR? Í Bergi menningarhúsi á Dalvík HVENÆR? Föstudaginn 6. des. kl. 21:00 og laugardaginn 7.des. kl. 20:00 SÉRSTAKIR GESTIR: Ragnheiður Gröndal og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran. HEIMASÍÐA: www.bergmal.com NÁNAR Í SÍMA: 696-5298 (Hafdís)

The Commitments

Tónatak- Rytmiska deildin við TA setur upp Söngleikinn The Commitments í Hamraborg - Hofi miðvikudaginn 4. desember kl. 20:00. Sagan The Commitments var skrifuð af Roddy Doyle og gefin út árið 1987. Hún fjallar um atvinnulaust ungt fólk í Dublin á Írlandi. Þau stofna hljómsveit sem spilar soul-tónlist. Sagan var síðan kvikmynduð fjórum árum síðar og hlaut miklar vinsældir víða um heim.

SN - HNOTUBRJÓTURINN

SN - HNOTUBRJÓTURINN Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Point Dansstúdíó sameina krafta sína og setja upp hið sígilda verk Hnotubrjótinn. Um sérlega metnaðarfullt samstarf er að ræða en hin nýju húsakynni SN gera hljómsveitinni kleift að setja upp danssýningu af þessu tagi í fyrsta sinn. Hnotubrjóturinn er sígilt dansverk sem sett er upp víða um heim á hverjum jólum. Tónlistin er eftir Pjotr Tjækovskí (1840-1893) en Hnotubrjóturinn var með hans síðustu verkum.

Barátta gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og skv. upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu munu klukkur, bjöllur og skipsflautur óma í 7 mínútur um allt land frá kl. 13.00 - 13.07 í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðarsáttmála gegn einelti sem undirritaður var í Höfða árið 2011.

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING Fjölbragðasýning er orð sem kannski lýsir best þessu nýjasta verkefni Hymnodiu. Kórinn hefur viðað að sér alls kyns tónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímum og af ýmsum stefnum en líka hljóðfærum af ólíkum toga.

Íslensk tónlist í Hofi

Íslensk tónlist í Hofi miðvikudaginn 30. október kl. 20:00 Á tónleikunum flytja María Podhajska fiðluleikari og Agnieszka Kozło píanóleikari íslenska tónlist. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson.

SN - „VEITSLA“ - SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT FÆREYJA

Sinfóníuhljómsveit Færeyja heimsækir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sinfóníuhljómsveit Færeyja var stofnuð 1983 og fagnar því um þessar mundir 30 ára afmæli sínu. Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar opnunar Norræna hússins í Færeyjum þar sem eru kjöraðstæður til tónleikahalds.

Framkomunámskeið

Kæru nemendur og foreldrar! NefTónak verður með framkomunámskeið fyrir nemendur á miðstigi og framhaldsstigi næsta fimmtudag, 17.október, frá klukkan 19-21. Þórhildur Örvarsdóttir, söngkennari með meiru, fer yfir hvernig á að tækla sviðskrekk/tónleikastress og sviðsframkomu.