Á stefnumótum-kammertónleikar
26.02.2014
Á stefnumótum-kammertónleikar
Á stefnumótum-kammertónleikar
Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanó, Stephanie Sutterlüty, óbó, og Barbara Hess, víóla, flytja verk eftir Claude Debussy, Francis Poulenc, Rebecca Clarke og August Klughardt í Hofi sunnudaginn 2. mars klukkan 20.00.
Á stefnumótum-kammertónleikar
Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanó, Stephanie Sutterlüty, óbó, og Barbara Hess, víóla, flytja verk eftir Claude Debussy, Francis Poulenc, Rebecca Clarke og August Klughardt í Hofi sunnudaginn 2. mars klukkan 20.00. Yfirskrift tónleikanna vísar m.a. í hina fjölbreyttu efnisskrá þeirra, þar sem verk frá ólíkum stefnum, straumum og löndum er að finna. Hér mætast ástríður og dramatík rómantíkurinnar, dularfullur og seiðandi impressionismi og hinn tæri og heillandi stíll óbósónötu Poulenc, sem er tileinkuð minningu rússneska tónskáldsins Sergei Prokofiev. Aðgangseyrir 1000 kr.