Fara í efni

Fréttir

Ungir Pólskir einleikarar

Miðvikudaginn 9. október kl. 18:00 verða tónleikar í Hömrum. Þar koma fram strengjanemendur frá Suzuki Institute í Gdansk í Póllandi en þau eru hér í heimsókn og hafa verið að æfa með strengjanemendum Tónlistaskólans á Akureyri.

Strengjasveitatónleikar í Hofi

Dagana 4.-11. október fær strengjadeild TA í heimsókn góða gesti. Þetta eru hópar strengjanemenda annarsvegar frá Berlíní Þýskalandi og hinsvegar frá Gdanskí Póllandi. Þessir nemendahópar ætla vinna með strengjasveitum skólans yfir helgina. Á mánudaginn þann 7. október kl. 18:00 verða síðan tónleikar í Hamraborg, stóra salnum í Hofi.

Tríó Sunnu Gunnlaugs - Masterclass

Tríó Sunnu Gunnlaugs - Masterclass Miðvikudaginn 2. okt. er masterklass og tónleikar með Tríói Sunnu Gunnlaugs en í tríóinu eru ásamt Sunnu, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore. Masterklassinn er í samspilsstofunni kl. 17:00-19:00 og tónleikarnir í Hömrum kl. 20:00. Frítt er fyrir nemendur skólans á tónleikana en starfsfólk fær 50% afslátt.

Tríó Cracovia

Tónleikar 3. okt kl. 20:00 í Hofi Aðgangseyrir 2.500 kr Frítt fyrir nemendur TA Tríó Cracovia Tríó „Cracovia“ var stofnað árið 1996 af þrem vinum, fiðluleikaranum Krzystkof Smietana, sellóleikaranum Julian Tryczynski og píanóleikaranum Jerzy Jacek Tosik-Warszawiak. Allir þeir eru fæddir í Kraká og hafa þar lokið háskólaprófi við Tónlistar Akademíuna. Þegar tríóið var stofnað bjuggu þeir í sitt hvoru landinu, Krzystkof Smietana í London, Julian Tryczynski bjó í Winchester í Bandaríkjunum og Jacek Tosik - Warszawiak bjó á Íslandi. Hugmynd að stofnun tríósins var að feta í fótspor „Tríó Kraków“ sem var þekkt í Póllandi á sjötta og sjöunda áratug síðust aldar. Tilraunin gekk vel og kom Tríóið fram á fyrstu tónleikunumm árið 1997.

Foreldravika

Dagana 23. til 27. september er foreldravika í tónlistarskólanum. Í vikunni munu kennarar hitta foreldra og nemendur og undirbúa markmiðssamninga fyrir veturinn. Tilgangurinn með samningunum er að virkja þáttöku nemenda í ákvarðanatöku um eigið nám og gera þeim kleift að koma með óskir um verkefni og markmið vetrarins. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum í tíma og ræða við kennarann um námið. Stuðningur og virk þátttaka foreldra er gríðarlega mikilvægur þáttur í tónlistarnámi.

Tónleikar

Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. september kl. 20 Aðgangseyrir er 1.500.- Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson hafa starfad saman i 15 ár Þeir hafa gefid út tvær plötur, Eftir þögn og The box tree sem báðar unnu til íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki jasstónlistar.

Enginn titill

Föstudaginn 20.09 er von á góðum gestum í Hof en norska tríóið Neon mun halda spjalltónleika í Hömrum kl. 18.00. Tríóið hefur fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn á samtímatónlist og eru nemendur og forráðamenn hvattir til að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis!

Foreldravika

Dagana 23. til 27. september er foreldravika í tónlistarskólanum. Í vikunni munu kennarar hitta foreldra og nemendur og undirbúa markmiðssamninga fyrir veturinn. Tilgangurinn með samningunum er að virkja þáttöku nemenda í ákvarðanatöku um eigið nám og gera þeim kleift að koma með óskir um verkefni og markmið vetrarins.

Skólasetning og masterclass

68. starfsár Tónlistarskólans á Akureyri var sett með formlegum hætti í Hamraborg þann 27. ágúst síðastliðinn. Fjölmenni var á setningunni og hittu nemendur kennara sína að lokinni athöfn og tónleikum. Strax að lokinni setningu fengum við síðan fyrsta erlenda gest vetrarins en flautuleikarinn Ewa Murawscy bauð...