Fara í efni

Fréttir

Tónleikar á degi íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. Nóv. 2012 verða haldnir tónleikar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Eingöngu verður flutt íslensk tónlist og er efnisskráin mjög fjölbreytt, bæði söngur og hljóðfæraleikur. Þetta er annað árið í röð sem Tónlistarskólinn er með tónleika af þessu tilefni og vonumst við til að framhald verði á næstu ár.

Alexander Smári sigraði í EPTA keppninni

Píanóleikarinn Alexander Smári Kristjánsson vann til 1. verðlauna í píanókeppni Epta sem haldin var í Salnum í Kópavogi dagana 7. til 11. nóvember. Alls voru 23 keppendur í hans flokki þ.e. flokki 14 ára og yngri.

Lúðrasveit Akureyrar sjötug!

Í dag, þann 25. október 2012 eru sjötíu ár liðin frá því Lúðrasveit Akureyrar var formlega stofnuð. Lúðrasveitastarf á Akureyri hefur verið samfellt allt frá árinu 1942 og hefur hljómsveitin skemmt bæjarbúum á tyllidögum allt frá stofnun hennar. Tónlistarskólinn á Akureyri hefur lagt sig fram við að blása nýju lífi í starf hljómsveitarinnar ...

Jólatónleikar slagverks- og trommunemenda

Slagverks- og trommusettsnemendur halda jólatónleika sína miðvikudaginn 19. desember kl 17 í Hömrum. Þetta eru síðustu jólatónleikar okkar þetta árið og hefst jólafrí tónlistarskólans frá og með fimmtudeginum 20. desember. Efnisskráin verður fjölbreytt og eru allir hjartanlega velkomnir.

Jólatónleikar píanónemenda

Í Tónlistarskólanum á Akureyri er mikið um tónleikahald en auk blandaðra tónleika halda allir hljóðfærahópar sína eigin jóla- og vortónleika. Miðvikudaginn 5.desember verða jólatónleikar píanónemenda í Hömrum kl. 18.00.

Jólatónleikar ritmískrar deildar

Ritmíska deildin heldur jólatónleika sína mánudaginn 10. desember kl 18 í Hömrum. Efnisskráin er gríðarlega fjölbreytt; söngur og hljóðfæraleikur, einleikarar sem samspilsatriði. Opið verður á 1862 bistro og...

Strengjasveitamót

Strengjasveitarmót verður haldið í Grafarvogi 5. til 7. október. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja og senda vaska strengjaleikara á vettvang.

Blásaradeildartónleikar

Fyrstu blásaradeildartónleikar starfsársins verða í Hömrum kl 17:30 mánudaginn 22. október. Allir velkomnir. Blásaratónleikar hafa verið haldnir við skólann í nokkra áratugi og til gamans má geta þess að fimmtudaginn 25. október eru 70 ár liðin frá því að lúðrasveit ...