Fara í efni

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna

Á hverju ári höldum við í tónlistarskólanum á Akureyri upp á dag tónlistarskólanna. Að þessu sinni ber hann upp á laugardaginn 23. febrúar og verður mikið um dýrðir hjá okkur í Hofi.

Dagskráin er þétt og stendur yfir frá 10-17. Hún er sem hér segir:

 

10.00 Suzuki hópatónleikar í Hamraborg
10.40 Forskólastuð í Fljótinu
11.00 Hljóðfærakynning í Hamraborg
11.45–12.30 Ratleikur fyrir yngstu kynslóðina á þriðju hæð
12.00 Klassískir söngtónleikar í Hömrum
13.00 Hljómsveitatónleikar í Hamraborg, strengjaleikarar og blásarar
14.00 Tónleikar yngri nemenda í Hömrum
15.00 Rytmískir tónleikar í Hamraborg
16.00 Tónleikar eldri nemenda í Hömrum

11:30-12:30  opnar stofur á 3. hæð (ath. rangur tími í N4 dagsskránni)

Vegna utanlandsferða strengja og blásarsveita í sumar, verður tekið á móti frjálsum framlögum í ferðasjóð nemenda í tengslum við hljómsveitartónleikana í Hamraborg kl. 13:00.