Fara í efni

Fréttir

Strengjasveitir sunnan og norðan

Strengjasveit Tónskóla Sigursveins mun halda tónleika í Hofi á Akureyri laugardaginn 2. júní kl. 17:00 ásamt Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri.

Framhaldstónleikar Guðbjörns Ólsens Jónssonar

Föstudaginn 18. maí kl 18 heldur Guðbjörn Ólsen Jónsson baritónsöngvari framhaldsprófstónleikar sína í Hömrum. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Schubert, Wagner, Vaughan Williams, Purcell, Eyþór Stefánsson, Björgvin Guðmundsson og fleiri.

Vortónleikar

Miðvikudaginn 16. maí verða tvennir vortónleikar með blandaðri efnisskrá, kl. 17:00 og 18:00.

Útskriftartónleikar Suzukinemenda

Fimmtudaginn 10. maí kl. 17:00 verða útskriftatónleikar Suzukinemenda haldnir í Dynheimum í Hofi. Alls koma fram 11 nemendur sem leika á fiðlu, víólu og píanó. Allir velkomnir.

Vel heppnað landsmót

Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita var haldið nú um helgina á Akureyri og lauk með tónleikum í KA heimilinu á sunnudag þar sem fram komu alls 6 sveitir.

Vortónleikar gítarnemenda

Vortónleikar gítarnemenda verða haldnir þriðjudaginn 8. maí kl 17 í Hömrum. Fram koma nemendur af öllum stigum og eru allir hjartanlega velkomnir.

Vortónleikar blásaradeildar

Vortónleikar blásaradeildar verða haldnir mánudaginn 7. maí kl 17:30 í Hömrum. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá og eru allir hjartanlega velkomnir.