Lúðrasveit Akureyrar sjötug!
25.10.2012
Lúðrasveit Akureyrar sjötug!
Í dag, þann 25. október 2012 eru sjötíu ár liðin frá því Lúðrasveit Akureyrar var formlega stofnuð. Lúðrasveitastarf á Akureyri hefur verið samfellt allt frá árinu 1942 og hefur hljómsveitin skemmt bæjarbúum á tyllidögum allt frá stofnun hennar. Tónlistarskólinn á Akureyri hefur lagt sig fram við að blása nýju lífi í starf hljómsveitarinnar ...
Í dag, þann 25. október 2012 eru sjötíu ár liðin frá því Lúðrasveit Akureyrar var formlega stofnuð. Lúðrasveitastarf á Akureyri hefur verið samfellt allt frá árinu 1942 og hefur hljómsveitin skemmt bæjarbúumá tyllidögum allt frá stofnun hennar. Tónlistarskólinn á Akureyri hefur lagt sig fram við að blása nýju lífi í starf hljómsveitarinnar á síðustu árum undir stjórn Alberto Carmona og leika nú 40 - 50 manns í hljómsveitinni sem kemur að venju fram í bænum á tyllidögum. Tónlistarskólinn óskar hljómsveitinni og bæjarbúum öllum innilega til hamingju með áfangann!