Fara í efni

Menningarferð klassískrar söngdeildar

Menningarferð klassískrar söngdeildar

Það er ekkert sem stöðvar klassísku söngdeildina þessa dagana. Þrátt fyrir stórhríð með 50 metra vindhraða, og forföll undirleikara fór 40 manna hópur suður föstudaginn 9 nóvember í mikla menningarreisu.

Það er ekkert sem stöðvar klassísku söngdeildina þessa dagana.  Þrátt fyrir stórhríð með 50 metra vindhraða, og forföll undirleikara fór 40 manna hópur suður föstudaginn 9 nóvember í mikla menningarreisu.
Farið var í heimsókn í Söngskóli Sigurðar Demetz þar sem var æft og sungið.
Á laugardagskvöld  var svo  farið í Hörpu að sjá uppfærslu Íslensku óperunnar á  Il Trovatore.
Hópurinn var í sæluvímu og kom syngjandi norður, enn ákveðnari að
setja upp óperu í Hofi á vegum skólans áður en langt um líður.
Svo má segja að fallegri rútusöngur hafi sjaldan heyrst.