Fara í efni

Fréttir

Vel heppnað landsmót

Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita var haldið nú um helgina á Akureyri og lauk með tónleikum í KA heimilinu á sunnudag þar sem fram komu alls 6 sveitir.

Vortónleikar gítarnemenda

Vortónleikar gítarnemenda verða haldnir þriðjudaginn 8. maí kl 17 í Hömrum. Fram koma nemendur af öllum stigum og eru allir hjartanlega velkomnir.

Vortónleikar blásaradeildar

Vortónleikar blásaradeildar verða haldnir mánudaginn 7. maí kl 17:30 í Hömrum. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá og eru allir hjartanlega velkomnir.

Framhaldsprófstónleikar Lillýjar Rebekku

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir þverflautuleikari heldur framhaldsprófstónleika sína í Hömrum á sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni ber upp á fimmtudaginn 19. apríl. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl 13.

Verðlaunahafi í Nótunni

Lokahátíð Nótunnar fór fram í Hörpu þann 18. mars síðastliðinn. Fimm tónlistaratriði kepptu fyrir hönd Tónlistarskólans á Akureyri og stóðu allir sig með mikilli prýði. Alexander Smári Edelstein píanónemandi hlaut verðlaun fyrir einleik í miðstigi en hann lék Preludiu í c eftir J.S. Bach.

Söngtónleikar 19. og 20. mars

Tvennir tónleikar eru framundan hjá nemendum í klassískum söng. Söngtónleikar ársprófsnemenda eru í dag mánudaginn 19. mars kl. 18:00. Á morgun 20. mars kl. 17:30 koma fram nemendur söngdeildarinnar sem eru að fara í áfangapróf. Tónleikarnir verða í Hömrum og eru allir velkomnir.

Glæsilegur árangur

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi, fór fram í Ketilhúsinu þann 10. mars. Tónlistarskólinn á Akureyri tók að sjálfsögðu þátt og átti hvorki fleiri né færri en fimm atriði af þeim sjö sem fara áfram í aðalkeppnina í Hörpu þann 18. mars nk.

Nótan 2012

Nótan – Uppskeruhátíð Tónlistarskóla á Norð-Austurlandi fer fram í Ketilhúsinu laugardaginn 10. mars frá kl. 13.00 – 16.00. Fram koma frábærir nemendur úr 14 tónlistarskólum og er búist við miklu stuði. 7 vinningshafar Nótunnar í Ketilhúsinu munu síðan fá að koma fram í Eldborg í Hörpu þann 18. mars þar sem lokaumferðin fer fram en þá munu fulltrúar allra svæða hittast og leika listir sínar. Rúv mun senda lokaathöfnina út í sjónvarpi.

Þorgerðartónleikar í Hofi

Tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur verða haldnir í Hofi mánudaginn 12. mars 2012 kl. 18:00.

Vinningshafar í ratleik

Á degi tónlistarskólanna var ratleikur um hljóðfærakynningarstofur. Fulltrúi nemenda dró þrjá vinningshafa úr réttum lausnum.