Fara í efni

Fréttir

Masterclass fyrir víólu- og sellónemendur

Miðvikudaginn 4. janúar 2012 verður masterclass fyrir neðri strengi í Hömrum kl 14-17. Leiðbeinandi er Nicole Vala Cariglia doktor í sellóleik frá Boston University. Nicole Vala er einnig fyrrum nemandi Tónlistarskólans á Akureyri. Fyrir nokkrum árum lék hún einleik í sellókonsert Schumanns með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fór á kostum.

Jólasöngur og spilerí í Hofi

Föstudaginn 16. desember verða nemendur tónlistarskólans út um allt í Hofi að syngja og spila. Blásaranemendur verða með stutt kaffihúsatónleika á 1862 Nordic Bistro kl 16 og kl 16:30 hefja nemendur í tónæði og forskóla upp raustina og syngja nokkur jólalög í Fljótinu. Allir velkomnir!

Jólaball Suzukideildar

Laugardaginn 3. desember halda Suzukihópar sína árlegu jólatónleika og jólaball. Klukkan 11 hefjast tónleikarnir og spila fiðlu-, víólu-, selló- og píanóhópar. Eftir tónleikana verður svo haldið glæsilegt jólaball við undirleik jólasveinahljómsveitar skólans. Ekki er útilokað að óvæntir gestir bregði á leik :)

Vetrarferð Schuberts - smáinnsýn í meistaraverk

Í tengslum við tónleika Kristins Sigmundssonar og Víkings Heiðars Ólafssonar mun Tónlistarskólinn á Akureyri bjóða upp á kynningu á Vetrarferð Schuberts í myndum, tali og tónum þriðjudaginn 29. nóvember.

Jólatónleikar strengjanemenda

Jólatónleikar strengjanemenda verða mánudaginn 12. desember kl 18:00 í Hömrum. Þar koma fram fiðlu- víólu og sellónemendur. Allir velkomnir.

Jólatónleikar blásaranemenda

Jólatónleikar blásaradeildar verða mánudaginn 12. desember kl 16:30. Þar koma fram nemendur á blásturshljóðfæri sem leika ýmist einleiksatriði eða minni samspilsatriði. Tónleikarnir fara fram í Hömrum og eru allir velkomnir.

Jólatónleikar strengjasveita

Jólatónleikar strengjasveita verða miðvikudaginn 7. desember kl 17:30 (athugið: breytt tímasetning).

Jólatónleikar píanónemenda

Miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 19:00 verða jólatónleikar píanódeildar í Hömrum. Píanónemendur flytja verk úr ýmsum áttum í bland við fjörug jólalög.

Afmæli á Sigurhæðum

Föstudaginn 11. nóvember fóru nokkrir Suzukifiðlunemendur á Sigurhæðir en 11. nóvember er einmitt afmælisdagur Matthíasar Jochumssonar og er haldið upp á það á hverju ári. Börnin léku nokkur lög og fengu góðar undirtektir.