Miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 19:00 verða jólatónleikar píanódeildar í Hömrum.
Píanónemendur flytja verk úr ýmsum áttum í bland við fjörug jólalög.
Föstudaginn 11. nóvember fóru nokkrir Suzukifiðlunemendur á Sigurhæðir en 11. nóvember er einmitt afmælisdagur Matthíasar Jochumssonar og er haldið upp á það á hverju ári. Börnin léku nokkur lög og fengu góðar undirtektir.
Haldnir verða tónleikar með alíslenskri efnisskrá á degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember. Jafnframt verður opnuð sýning um Björgvin Guðmundsson í húsnæði skólans.
Jólatónleikar verða haldnir í Hömrum miðvikudaginn 14. des. kl. 20:00 þar sem koma fram nemendur á hin ýmsu hljóðfæri og söng úr bæði klassísku og rytmísku deildinni. Þar munum við fá að heyra jólalög, tónlist eftir Bach, Mozart o.fl. og einnig lög eftir Clyderman og Joni Michell.
Allir hjartanlega velkomnir.
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrki rennur út 15. október næstkomandi. Nemendur við skólann sem eiga lögheimili annars staðar en á Akureyri eru hvattir til að skoða reglur um jöfnunarstyrki á www. lin.is
Hinn frægi Maxímús Músíkús heimsækir Akureyri þann 2. október og heldur tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og á sjöunda tug nemenda úr tónlistarskólanum.
Hof er stór bygging með margháttaðri starfsemi. Gott er að allir kynni sér opnunartíma hússins og umgengnireglur í skólanum. Það sparar mikla vinnu og fyrirhöfn.