Fara í efni

Fréttir

JazzTA tónleikar!

Miðvikudaginn 13. apríl er komið að þriðju og síðustu tónleikunum í hinni svokölluðu JazzTA-röð sem er samstarfsverkefni milli Tónlistarskólans á Akureyri og Jazzklúbbs Akureyriar. Þar koma fram Stórsveit TónAk og Matisand.

Árspróf!

Vikuna 11.-16. apríl fara fram árleg próf í Tónlistarskólanum á Akureyri sem kallast árspróf. Prófin eru mjög svipuð áfangaprófum í grunn- mið- og framhaldsstigi og eiga að undirbúa nemendur og gera þeim grein fyrir hvernig áfangapróf fara fram.

Tónleikar í Hamraborg

Í gær kom til Akureyrar færeysk lúðrasveit, í tengslum við verkefni sem Tónlistarskólinn á Akureyri er að vinna í samstarfi við Tónlistarskóla Færeyja. Í morgun æfðu nemendur úr Stórsveit Tónlistarskólans

Færeyingar!!

Föstudaginn 1. apríl kemur hingað til Akureyrar færeysk lúðrasveit. Planið er svo að nemendur úr Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri æfi með lúðrasveitinni og sveitin, þá skipuð um 100 hljóðfæraleikurum, spili svo á tónleikum í Hamraborg

Þriðjudagstónleikar

Þriðjudaginn 22. mars eru vikulegir þriðjudagstónleikar í Hömrum kl. 18:00. Að þessu sinni koma fram nemendur frá Alberto Porro Carmona, saxófónkennara og Ásdísi Arnarsdóttur, sellókennara. Flutt verða verk úr ýmsum áttum 

Svæðisbundið val Nótunnar

Núna á laugardaginn fara fram aðrir tónleikar þriggja í tónleikaröð Nótunnar sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi. Þetta eru sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi og verða haldnir í 

Lifandi jazz!

Í kvöld, miðvikudaginn 16. mars verða haldnir tónleikar á vegum JazzTA á Götubarnum. Þetta eru tónleikar nr. 2 í Jazzta röðinni og hefjast þeir klukkan 21:00. Á þessum tónleikum verður boðið upp á samba og blús en fram koma þeir Rodrigo Lopes - 

Þorgerðartónleikar!

Tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur verða tvennir í ár. Miðvikudaginn 16. mars eru tónleikar kl.18:00 og þar munu nemendur í miðnámi koma fram. Fimmtudaginn 17. mars eru tónleikar kl. 20:00 og þar munu nemendur í framhaldsnámi koma fram og m.a. þeir 6 nemendur sem ljúka framhaldsprófi í vor.

Vetrarfrí

Í dag, þriðjudaginn 8. mars er síðasti kennsludagurinn fyrir árlegt vetrarfrí í Tónlistarskólanum. Það verða því engir tímar eða hljómsveitaræfingar fyrr en kennsla  hefst aftur mánudaginn 14. mars. Sjáumst úthvíld og endurnærð að fríi loknu :)

Vantar þig far suður? :)

NefTónak auglýsir ódýrar rútuferðir! Miðvikudaginn 9. mars er nemendafélag Tónlistarskólans á Akureyri að fara í menningarferð til Reykjavíkur, þar sem það eru ennþá laus sæti hefur félagið ákveðið að bjóða þau hverjum sem vill :)