Fara í efni

Maxímús trítlar í Tonak

Maxímús trítlar í Tonak

Hinn frægi Maxímús Músíkús heimsækir Akureyri þann 2. október og heldur tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og á sjöunda tug nemenda úr tónlistarskólanum.

 

Tónelska músin Maxímús Músíkús fer í ævintýraferð með nemendum Tónlistarskólans á Akureyri og hljóðfæraleikurum SN um töfraheim tónanna og gerir margar spennandi uppgötvanir. Skyggnst er inn í leyndardóma tónlistarheimsins þar sem alls konar leikhljóð, m.a. í líki skipsflautu, fuglasöngs og vængjasláttar auk ýmissa barnalaga og tónverka eru leikin. Því samhliða er sagan um Maxímús Músíkús sögð á líflegan hátt um leið og myndum af ævintýrum hans er varpað upp á vegg.

Verkið er byggt á bókinni Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson sem myndskreytti en þess má geta að Þórarinn er fyrrum nemandi Tónlistarskólans á Akureyri.

Bráðskemmtilegir tónleikar fyrir alla fjölskylduna

Miðaverð: kr. 1500

Miðasala í síma 450 1000 og á menningarhus.is