Fara í efni

Íslenskir tónleikar og sýning um Björgvin Guðmundsson

Íslenskir tónleikar og sýning um Björgvin Guðmundsson

Haldnir verða tónleikar með alíslenskri efnisskrá á degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember. Jafnframt verður opnuð sýning um Björgvin Guðmundsson í húsnæði skólans.

Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, verða haldnir tónleikar í Hömrum þar sem nemendur tónlistarskólans flytja tónlist eftir íslensk tónskáld. Meðal annars verður flutt tónlist eftir akureyrska tónskáldið Björgvin Guðmundsson en sýning um hann verður opnuð í skólanum að tónleikum loknum. Tónleikarnir hefjast kl 19 og er aðgangur ókeypis.