Fara í efni

Aðgengi og umgengni

Aðgengi og umgengni

Hof er stór bygging með margháttaðri starfsemi. Gott er að allir kynni sér opnunartíma hússins og umgengnireglur í skólanum. Það sparar mikla vinnu og fyrirhöfn.

Tónlistarskólinn er staðsettur í húsi þar sem margskonar starfsemi fer fram og aðgengi frá aðaldyrum er mjög opið. Þar af leiðandi getur reynst erfitt að hafa yfirsýn yfir hverjir eru í húsinu á kvöldin. Því verður sá háttur hafður á í vetur að nemendur sem mæta eftir kl. 19:00 þurfa að ganga upp stigann sem er strax til vinstri þegar komið er inn um aðaldyrnar. Hurðin inní stigaganginn er á milli rennihurðanna. Það þarf svo að fara alla leið uppá 3. hæð. Þar eru dyrnar fram á svalirnar læstar en opið inn á ganginn við bókasafnið og slagverks/samspilsstofuna. Svo er alltaf hægt að komast út um starfsmannainnganginn en vörulyftan er eingöngu opin milli kl. 8:00 og 12.00 á daginn.

 

Við viljum minna fólk á að fara aldrei á útiskóm inní kennslustofurnar. Innan tíðar verða settar upp grindur með skóhlífum við alla innganga en þangað til viljum við biðja alla um að fara úr útiskóm. Það eru skógrindur víða, t.d. í fatahengi við skrifstofu og í stigagöngunum.