Fara í efni

Fréttir

Glæsilegur árangur

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi, fór fram í Ketilhúsinu þann 10. mars. Tónlistarskólinn á Akureyri tók að sjálfsögðu þátt og átti hvorki fleiri né færri en fimm atriði af þeim sjö sem fara áfram í aðalkeppnina í Hörpu þann 18. mars nk.

Nótan 2012

Nótan – Uppskeruhátíð Tónlistarskóla á Norð-Austurlandi fer fram í Ketilhúsinu laugardaginn 10. mars frá kl. 13.00 – 16.00. Fram koma frábærir nemendur úr 14 tónlistarskólum og er búist við miklu stuði. 7 vinningshafar Nótunnar í Ketilhúsinu munu síðan fá að koma fram í Eldborg í Hörpu þann 18. mars þar sem lokaumferðin fer fram en þá munu fulltrúar allra svæða hittast og leika listir sínar. Rúv mun senda lokaathöfnina út í sjónvarpi.

Þorgerðartónleikar í Hofi

Tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur verða haldnir í Hofi mánudaginn 12. mars 2012 kl. 18:00.

Vinningshafar í ratleik

Á degi tónlistarskólanna var ratleikur um hljóðfærakynningarstofur. Fulltrúi nemenda dró þrjá vinningshafa úr réttum lausnum.

Fulltrúar okkar á Nótunni

Á degi tónlistarskólanna þann 3. mars voru haldnir forvalstónleikar fyrir landshlutakeppni Nótunnar þann 10. mars. Þriggja manna dómnefnd valdi fulltrúa Tónlistarskólans á Akureyri.

Heimsókn Lindu Chatterton 12. – 14. mars 2012

Linda Chatterton heldur master-class fyrir tréblásaranemendur mánudaginn 12. mars kl 15:30-17:30. Öllum er velkomið að koma og hlusta. Þriðjudaginn 13. mars kl 17-19 heldur Linda fyrirlestur í Hömrum. “ It sounded better at home “ eða “ Þetta tókst mikið betur heima “ er yfirskrift fyrirlesturs um viðbrögð við sviðshræðslu. Hvernig náum við tökum á sviðshræðslunni og bætum færni okkar á tónleikum. Linda mun kenna hvernig við getum búið til okkar eigin viðbragðsáætlun svo sviðsframkoma verði skemmtilegri og meira gefandi. Hún mun leiðbeina okkur um leiðir til að beina andlegri og líkamlegri orku, sem skapast við tónlistarflutning frammi fyrir áheyrendum, í réttan farveg.

Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan laugardaginn 3. mars í Hofi. Tónleikar verða í Hömrum kl 10, 13:30 og 16 og í Hamraborg kl 12:30 og 14:30. Glæsileg hljóðfærakynning verður í Hamraborg kl 11 og að henni lokinni verður ratleikur um skólann þar sem hægt verður að skoða hljóðfærin nánar og fá að prófa. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Grasrótartónleikar í Hofi laugardagskvöldið 25. febrúar kl. 21.

Hljómsveitirnar Hindurvættir, Gruesome Glory, Buxnaskjónar og Völva ætla að bjóða upp á ferskan tónflutning sem gæðir Hofi nýjum blæ. Allt frá glaðværu pönki og krefjandi tæknilegu þungarokki yfir í hægari tóna með blúsáhrifum og tilraunablæ. Týndir bræður sem vinna að skapandi tónlistarstarfi og hafa sameiginlegt sjónarmið: Að brjóta upp þann hversdagslega ramma sem svo gjarnan áreitir hlustir okkar í daglegu afþreyingamynstri.

Silfurtunglið býður upp á ókeypis söngleikhús

Leikfélagið Silfurtunglið býður upp á leikhús og leikhúsfræðslu á Akureyri í samstarfi við Tónak og Menningarhúsið Hof. Brechtískur kabarett í Hömrum þriðjudaginn 21. febrúar kl 20:00.

MIKILVÆG AUKAÆFING

Framundan er dagur Tónlistarskólans á Akureyri þann 3. mars. Mikið verður um dýrðir þann dag og eitt af verkefnunum er að strengjasveitir 1 og 2 ásamt grunnsveit og blásarasveit skólans eru að spila saman á stóra sviðinu í Hamraborg. Þetta verða hátt í 100 nemendur.