01.08.2012
Alberto Porro Carmona kennari við tónlistarskólann á Akureyri hefur skrifað kennslubók í saxófónleik og er þetta fyrsta saxófónbókin sem kemur út á íslensku. Höfundurinn segir eftirfarandi um bókina
,,Þessari bók er ekki ætlað að skila hagnaði. Markmiðið er að gefa út bækur á þennan hátt fyrir öll hljóðfæri. Með sköpun að leiðarljósi viljum við ryðja braut fyrir nýja kynslóð íslenskra barna.