Fara í efni

Fréttir

Listin að leika á saxófón

Alberto Porro Carmona kennari við tónlistarskólann á Akureyri hefur skrifað kennslubók í saxófónleik og er þetta fyrsta saxófónbókin sem kemur út á íslensku. Höfundurinn segir eftirfarandi um bókina ,,Þessari bók er ekki ætlað að skila hagnaði. Markmiðið er að gefa út bækur á þennan hátt fyrir öll hljóðfæri. Með sköpun að leiðarljósi viljum við ryðja braut fyrir nýja kynslóð íslenskra barna.

Strengjasveitir sunnan og norðan

Strengjasveit Tónskóla Sigursveins mun halda tónleika í Hofi á Akureyri laugardaginn 2. júní kl. 17:00 ásamt Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri.

Framhaldstónleikar Guðbjörns Ólsens Jónssonar

Föstudaginn 18. maí kl 18 heldur Guðbjörn Ólsen Jónsson baritónsöngvari framhaldsprófstónleikar sína í Hömrum. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Schubert, Wagner, Vaughan Williams, Purcell, Eyþór Stefánsson, Björgvin Guðmundsson og fleiri.

Vortónleikar

Miðvikudaginn 16. maí verða tvennir vortónleikar með blandaðri efnisskrá, kl. 17:00 og 18:00.

Útskriftartónleikar Suzukinemenda

Fimmtudaginn 10. maí kl. 17:00 verða útskriftatónleikar Suzukinemenda haldnir í Dynheimum í Hofi. Alls koma fram 11 nemendur sem leika á fiðlu, víólu og píanó. Allir velkomnir.