Listin að leika á saxófón
Listin að leika á saxófón
Alberto Porro Carmona kennari við tónlistarskólann á Akureyri hefur skrifað kennslubók í saxófónleik og er þetta fyrsta saxófónbókin sem kemur út á íslensku.
Höfundurinn segir eftirfarandi um bókina
,,Þessari bók er ekki ætlað að skila hagnaði. Markmiðið er að gefa út bækur á þennan hátt fyrir öll hljóðfæri. Með sköpun að leiðarljósi viljum við ryðja braut fyrir nýja kynslóð íslenskra barna.
Kennslubók sem byggð er á tilfinningum fremur en fræðilegu efni. Þessi bók er ætluð byrjendum og miðast við eitt kennsluár. Kaflaskipting er í samræmi við það.
Undirstaðan í hinu hefðbundna kennslukerfi ætti að vera sköpun og tjáning, það er meðvituð og áunnin sköpun hljóðfæraleikara. Sú undirstaða ýtir undir skilning á uppbyggingu tónlistar og hvetur nemandann til þess að afla sér meiri þekkingar. Markmið mitt með þessari kennslubók er að vekja áhuga og tjáningarþörf nemandans sem hvetur hann áfram.
Ég hef í huga alhliða kennslu byggða á vitneskju og upplifunum. Ég vil virkja og byggja upp sköpunargáfu nemandans og að hann öðlist skilning á ólíkum þáttum listgreina og nái að tengja þær saman. Með áherslu lagða á íslenska listmenntun á þessi bók að hvetja nemandann til þess að nálgast listgrein sína frá sjónarhornum íslenskrar tónlistar, myndlistar og bókmennta.
Alberto Porro Carmona´´
Panta í gegnum Eymundsson: