Fara í efni

Fréttir

Jólatónleikar slagverks- og trommunemenda

Slagverks- og trommusettsnemendur halda jólatónleika sína miðvikudaginn 19. desember kl 17 í Hömrum. Þetta eru síðustu jólatónleikar okkar þetta árið og hefst jólafrí tónlistarskólans frá og með fimmtudeginum 20. desember. Efnisskráin verður fjölbreytt og eru allir hjartanlega velkomnir.

Jólatónleikar píanónemenda

Í Tónlistarskólanum á Akureyri er mikið um tónleikahald en auk blandaðra tónleika halda allir hljóðfærahópar sína eigin jóla- og vortónleika. Miðvikudaginn 5.desember verða jólatónleikar píanónemenda í Hömrum kl. 18.00.

Jólatónleikar ritmískrar deildar

Ritmíska deildin heldur jólatónleika sína mánudaginn 10. desember kl 18 í Hömrum. Efnisskráin er gríðarlega fjölbreytt; söngur og hljóðfæraleikur, einleikarar sem samspilsatriði. Opið verður á 1862 bistro og...

Strengjasveitamót

Strengjasveitarmót verður haldið í Grafarvogi 5. til 7. október. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja og senda vaska strengjaleikara á vettvang.

Blásaradeildartónleikar

Fyrstu blásaradeildartónleikar starfsársins verða í Hömrum kl 17:30 mánudaginn 22. október. Allir velkomnir. Blásaratónleikar hafa verið haldnir við skólann í nokkra áratugi og til gamans má geta þess að fimmtudaginn 25. október eru 70 ár liðin frá því að lúðrasveit ...

Fjáröflunartónleikar

Á morgun, miðvikudag, kl. 18.00 verða fjáröflunartónleikar í Hofi vegna ferðar sellónemenda Tónlistarskólans á Akureyri til Barcelona. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 13 ára og eldri en einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum.

Masterclass fyrir fiðlunemendur

Föstudaginn 21. september fáum við til okkar góðan gest sem er fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson. Hann verður með masterclass fyrir fiðlunemendur á framhaldsstigi.

Fimmundarhringurinn

Ýmsar aðferðir hafa í gegnum tíðina verið notaðar til þess að læra fimmundarhringinn. Kristín Sigtryggsdóttir notar þessa hérna:

Nemendur Tónak á sumarnámskeiði í Noregi í júlí 2012.

Nálægt bænum Monsjöen, sem er álíka norðarlega og Akureyri, bara í Noregi, er haldið árlega viðamikið tónlistarnámskeið sem ber nafnið Toppenkurset. Tveir kennarar frá Akureyri fóru ásamt fimm nemendum þangað síðasta sumar.