Fara í efni

Fréttir

Framhaldsprófstónleikar Lillýjar Rebekku

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir þverflautuleikari heldur framhaldsprófstónleika sína í Hömrum á sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni ber upp á fimmtudaginn 19. apríl. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl 13.

Verðlaunahafi í Nótunni

Lokahátíð Nótunnar fór fram í Hörpu þann 18. mars síðastliðinn. Fimm tónlistaratriði kepptu fyrir hönd Tónlistarskólans á Akureyri og stóðu allir sig með mikilli prýði. Alexander Smári Edelstein píanónemandi hlaut verðlaun fyrir einleik í miðstigi en hann lék Preludiu í c eftir J.S. Bach.

Söngtónleikar 19. og 20. mars

Tvennir tónleikar eru framundan hjá nemendum í klassískum söng. Söngtónleikar ársprófsnemenda eru í dag mánudaginn 19. mars kl. 18:00. Á morgun 20. mars kl. 17:30 koma fram nemendur söngdeildarinnar sem eru að fara í áfangapróf. Tónleikarnir verða í Hömrum og eru allir velkomnir.

Glæsilegur árangur

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi, fór fram í Ketilhúsinu þann 10. mars. Tónlistarskólinn á Akureyri tók að sjálfsögðu þátt og átti hvorki fleiri né færri en fimm atriði af þeim sjö sem fara áfram í aðalkeppnina í Hörpu þann 18. mars nk.

Nótan 2012

Nótan – Uppskeruhátíð Tónlistarskóla á Norð-Austurlandi fer fram í Ketilhúsinu laugardaginn 10. mars frá kl. 13.00 – 16.00. Fram koma frábærir nemendur úr 14 tónlistarskólum og er búist við miklu stuði. 7 vinningshafar Nótunnar í Ketilhúsinu munu síðan fá að koma fram í Eldborg í Hörpu þann 18. mars þar sem lokaumferðin fer fram en þá munu fulltrúar allra svæða hittast og leika listir sínar. Rúv mun senda lokaathöfnina út í sjónvarpi.

Þorgerðartónleikar í Hofi

Tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur verða haldnir í Hofi mánudaginn 12. mars 2012 kl. 18:00.

Vinningshafar í ratleik

Á degi tónlistarskólanna var ratleikur um hljóðfærakynningarstofur. Fulltrúi nemenda dró þrjá vinningshafa úr réttum lausnum.

Fulltrúar okkar á Nótunni

Á degi tónlistarskólanna þann 3. mars voru haldnir forvalstónleikar fyrir landshlutakeppni Nótunnar þann 10. mars. Þriggja manna dómnefnd valdi fulltrúa Tónlistarskólans á Akureyri.

Heimsókn Lindu Chatterton 12. – 14. mars 2012

Linda Chatterton heldur master-class fyrir tréblásaranemendur mánudaginn 12. mars kl 15:30-17:30. Öllum er velkomið að koma og hlusta. Þriðjudaginn 13. mars kl 17-19 heldur Linda fyrirlestur í Hömrum. “ It sounded better at home “ eða “ Þetta tókst mikið betur heima “ er yfirskrift fyrirlesturs um viðbrögð við sviðshræðslu. Hvernig náum við tökum á sviðshræðslunni og bætum færni okkar á tónleikum. Linda mun kenna hvernig við getum búið til okkar eigin viðbragðsáætlun svo sviðsframkoma verði skemmtilegri og meira gefandi. Hún mun leiðbeina okkur um leiðir til að beina andlegri og líkamlegri orku, sem skapast við tónlistarflutning frammi fyrir áheyrendum, í réttan farveg.

Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan laugardaginn 3. mars í Hofi. Tónleikar verða í Hömrum kl 10, 13:30 og 16 og í Hamraborg kl 12:30 og 14:30. Glæsileg hljóðfærakynning verður í Hamraborg kl 11 og að henni lokinni verður ratleikur um skólann þar sem hægt verður að skoða hljóðfærin nánar og fá að prófa. Allir eru hjartanlega velkomnir.