Fara í efni

Strengjasveitamót

Strengjasveitamót

Strengjasveitarmót verður haldið í Grafarvogi 5. til 7. október. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja og senda vaska strengjaleikara á vettvang.
Þá er að koma að því, nú er vika í að við höldum suður og förum á strengjasveitarmót í Grafarvogi.
Mæting er í Hof föstudagsmorguninn 5. október kl. 9:30 og mun Tónlistarskólinn sjá um að fá frí fyrir alla í skólanum. Við komum við í Skagafirðinum til að taka nemendur þaðan upp í. Á leiðinni suður er ætlast til að allir komi með nesti með sér sem þeir geta borðað þegar stoppað verður. Á leiðinni norður verður hins vegar stoppað í Staðarskála og þá fá allir það sama að borða í boði foreldrafélagsins, hamborgara og franskar. Einnig fá allir ávexti og drykk þegar lagt verður af stað frá Reykjavík. Við viljum  biðja alla að koma með vatnsflösku með sér, æfingar og rútuferðir eru langar og gott er að geta fengið sér vatn þegar þörf er. Það var ákveðið á fundi með foreldrafélagi og farastjórum að hver nemandi mætti hafa með sér 500 króna vasapening í ferðina.
Verð fyrir hvern nemanda á mótið er kr. 15.000,- og það þarf að greiða í síðasta lagi mánudaginn 1. október inn á reikning foreldrafélagsins. kt. 680610-0450 reikn. 0162-05-260423.
Muna eftir:
Hljóðfærinu og nótum
Svefnpoka
Dýnu
Náttföt
Sundföt
Spariföt fyrir tónleikana
Nesti til að borða á leiðinni suður
Vatnsflösku, sem þið getið svo fyllt á
Vasapening
Útiföt, það þarf að ganga á æfingar
Tannbursta, sjampó, hárbursta o.s.frv.
Farastjórar í ferðinni verða þrír og svo verður Eydís líka með.
Regina 699 2674
Þröstur 892 3709
Óskar 894 1389
Eydís 699 7342
Ef að börnin ykkar eru með einhverjar sérþarfir, ofnæmi, mataróþol eða annað sem máli skiptir er mjög mikilvægt að láta okkur vita af því sem fyrst.

Ekki hika við að hafa samband ef að einhverjar spurningar vakna í netfangið eydis@yahoo.com