Fara í efni

Fimmundarhringurinn

Fimmundarhringurinn

Ýmsar aðferðir hafa í gegnum tíðina verið notaðar til þess að læra fimmundarhringinn. Kristín Sigtryggsdóttir notar þessa hérna:

 

 

 

 

Ýmsar aðferðir hafa í gegnum tíðina verið notaðar til þess að læra fimmundarhringinn. Kristín Sigtryggsdóttir notar þessa hérna:

 

 

 

Um fimmundahring ég fer í kring
festi í rím og um hann syng.
Rullan sú er mér þarfaþing
Því ég er vísu að læra slyng.

Við dúrinn fyrst ég dvelja vil
djúpt og honum gera skil.
Læra hann held ég hér um bil
hendingarnar leið og þyl.

Ef enginn kross lag er í C
með einn í plús það fer í G
með krossa 2 mun tóna í D
en tónar í A ef þrjá ég sé.

Fjórir krossar fremja E
fimm munu Hái lýsa
6 er Fis það sjaldan sé
svona er fjórða vísa.

Ef sex eru b það segir Ges
en séu þau fimm það er í Des
fjögur munu fremja As
í fimmtu vísunni það ég las.

Þegar béin þrjú ég sé 
það mér Esið gefur.
En séu þau tvo ég syng í B.
Að síðustu F eitt hefur.