Fara í efni

Laus pláss í forskóla, upptökutækni og 1 pláss á rafbassa.

Laus pláss í forskóla, upptökutækni og 1 pláss á rafbassa.

Örfá laus pláss eru í forskóla fyrri 1. og 2. bekk í Giljaskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla. Einnig eru laus pláss í upptökutækni og 1 pláss laust á rafbassa.

Örfá laus pláss eru í forskóla fyrri 1. og 2. bekk í Giljaskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla. Einnig eru laus pláss í upptökutækni og 1 pláss laust á rafbassa.

Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólanna. Námið gengur mikið útá söng, hreyfingu, hlustun og leiki. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna strax að loknum skóladegi. Takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp, einn tími á viku og eru tímarnir 45 mínútur.
Kennarar í vetur eru þær Kati Saarinen og Marína Ósk Þórólfsdóttir.
Verð fyrir forskólann er kr. 26,655  og skiptist í 8 jafnar greiðslur yfir veturinn.

Einnig eru laus pláss í upptökutækni. Kennt er í Hofi einu sinni í viku, 2 tímar í senn. Verð fyrir upptökutækni er kr. 90.000 fyrir allan veturinn og skiptist í 8 jafnar greiðslur. 
Kennari í vetur er Kristján Edelstein sem veitir nánari upplýsingar á krissiedelstein@simnet.is

Einnig er 1 laust pláss á rafbassa hjá Stefáni Ingólfssyni.

Umsóknarblöð eru hér efst á síðunni.