Fara í efni

Vel heppnað landsmót

Vel heppnað landsmót

Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita var haldið nú um helgina á Akureyri og lauk með tónleikum í KA heimilinu á sunnudag þar sem fram komu alls 6 sveitir.

Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita var haldið nú um helgina á Akureyri og lauk með tónleikum í KA heimilinu á sunnudag þar sem fram komu alls 6 sveitir.  Á áttunda hundrað manns tóku þátt; nemendur, kennarar, stjórnendur og fararstjórar. Landsmótið þótti heppnast vel og vöktu þátttakendur hvarvetna athygli fyrir prúðmannlega framkomu. Foreldrafélag blásaradeildar á mikið hrós skilið fyrir frábæran undirbúning og mikla vinnu.