Framhaldsprófstónleikar Lillýjar Rebekku
16.04.2012
Framhaldsprófstónleikar Lillýjar Rebekku
Lillý Rebekka Steingrímsdóttir þverflautuleikari heldur framhaldsprófstónleika sína í Hömrum á sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni ber upp á fimmtudaginn 19. apríl. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl 13.
Lillý Rebekka Steingrímsdóttir þverflautuleikari heldur framhaldsprófstónleika sína í Hömrum á sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni ber upp á fimmtudaginn 19. apríl. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl 13.
Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Hindemith, Fukushima og Bozza. Meðleikarar Lillýjar Rebekku verða Aladar Rácz sem leikur á píanó og sembal og þverflautuleikararnir Jóhanna Sigurðardóttir, Marína Ósk Þórólfsdóttir og Sunna Friðjónsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.