Fara í efni

Glæsilegur árangur

Glæsilegur árangur

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi, fór fram í Ketilhúsinu þann 10. mars. Tónlistarskólinn á Akureyri tók að sjálfsögðu þátt og átti hvorki fleiri né færri en fimm atriði af þeim sjö sem fara áfram í aðalkeppnina í Hörpu þann 18. mars nk.

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi, fór fram í Ketilhúsinu þann 10. mars. Tónlistarskólinn á Akureyri tók að sjálfsögðu þátt og átti hvorki fleiri né færri en fimm atriði af þeim  sjö sem fara áfram í aðalkeppnina í Hörpu þann 18. mars nk.

 

Þeir sem keppa fyrir hönd skólans eru:


Alexander Edelstein píanóleikari sem spilar prelúdíu í c eftir J.S. Bach,
Birgir Björnsson söngvari sem flytur Mattinata eftir Levoncavallo
Flautukvartett sem skipaður er Jóhönnu Sigurðardóttur, Lillý Rebekku Steingrímsdóttur, Marínu Ósk Þórólfsdóttur og Sunnu Friðjónsdóttur en þær leika Ronde úr Jour d´ete a la montagne eftir Bozza,
Emil Þorri Emilsson slagverksleikari sem spilar Sónatínu eftir Tcherepnin og 
Hljómsveit sem í eru Rakel Sigurðardóttir söngkona, Andri Kristinsson gítar, Emil Þorri Emilsson trommur, Stefán Gunnarsson bassi og Þorvaldur Örn Davíðsson píanó en þau spila og syngja Still crazy after all these years eftir Paul Simon.

Við óskum þeim öllum góðrar skemmtunar og góðs gengis í Eldborg.