Fara í efni

Nótan 2012

Nótan 2012

Nótan – Uppskeruhátíð Tónlistarskóla á Norð-Austurlandi fer fram í Ketilhúsinu laugardaginn 10. mars frá kl. 13.00 – 16.00. Fram koma frábærir nemendur úr 14 tónlistarskólum og er búist við miklu stuði. 7 vinningshafar Nótunnar í Ketilhúsinu munu síðan fá að koma fram í Eldborg í Hörpu þann 18. mars þar sem lokaumferðin fer fram en þá munu fulltrúar allra svæða hittast og leika listir sínar. Rúv mun senda lokaathöfnina út í sjónvarpi.

Nótan – Uppskeruhátíð Tónlistarskóla á Norð-Austurlandi fer fram í Ketilhúsinu laugardaginn 10. mars frá kl. 13.00 – 16.00.  Fram koma frábærir nemendur úr 14 tónlistarskólum og er búist við miklu stuði.  7 vinningshafar Nótunnar í Ketilhúsinu munu síðan fá að koma fram í Eldborg í Hörpu þann 18. mars þar sem lokaumferðin fer fram en þá munu fulltrúar allra svæða hittast og leika listir sínar.  Rúv mun senda lokaathöfnina út í sjónvarpi.


Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra.

Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og standa vonir til að hátíðin verði í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í starfsemi tónlistarskóla fyrir aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan.

Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins. Þar fer fram gríðarlega fjölbreytt og öflugt starf og með hátíðinni er kastljósinu beint að þessum samfélögum og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu þeirra. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt.

Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að allir geti tekið þátt. Þátttakendur eru frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.