Fara í efni

Vel heppnað strengjasveitarmót

Vel heppnað strengjasveitarmót

Landsmót strengjasveita var haldið í Grafarvogi um helgina og lauk með tónleikum í Hörpu.

Um helgina fóru 30 nemendur í strengjadeild TA á Strengjasveitamót til Reykjavíkur.  Mótið hélt að þessu sinni Tónlistarskólinn í Grafarvogi og var heildarfjöldi þátttakenda 350 sem skipt var niður í fjórar sveitir og æft stíft alla helgina. Endapunkturinn voru síðan  tónleikar í Hörpunni. Mótið tókst í alla staði vel og voru þreyttir en glaðir nemendur sem komu heim seint á sunnudagskvöld. Næsta strengjasveitamót verður haldið hér á Akureyri haustið 2014 og við látum okkur bara hlakka til.

Við viljum þakka foreldrafélaginu stuðninginn og þeim foreldrum sem voru fararstjórar fyrir frábæra helgi.