Fara í efni

Enginn titill

Enginn titill

Föstudaginn 20.09 er von á góðum gestum í Hof en norska tríóið Neon mun halda spjalltónleika í Hömrum kl. 18.00. Tríóið hefur fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn á samtímatónlist og eru nemendur og forráðamenn hvattir til að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis!

Föstudaginn 20.09 er von á góðum gestum í Hof en norska tríóið Neon mun halda spjalltónleika í Hömrum kl. 18.00. Tríóið hefur fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn á samtímatónlist og eru nemendur og forráðamenn hvattir til að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis!

NeoN-trio er skipað flautuleikara, klarinettleikara og slagverksleikara úr norsku kammersveitinni Ensemble neoN. Kammersveitin samanstendur af níu hljóðfæraleikurum, einum stjórnanda og tveimur tónskáldum. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið á tónlistarhátíðinni Ultima festival í Osló árið 2009 og hefur allar götur síðan getið sér gott orð fyrir að vera spennandi og framsækinn hópur ungs tónlistarfólks. Ein megináhersla Ensemble neoN er að krydda sígilda samtímatónlist með hljóðheimi popptónlistarinnar, en sveitin leggur einnig áherslu á samstarf við sjónlistamenn og sviðslistamenn úr öðrum greinum.

Ane Marthe Holen (slagverk), Kristine Tjøgersen (klarinett) og Yumi Murakami (flauta) luku allar meistaragráðu frá Norges Musikkhøgskole á árunum 2009 og 2010. Í rúman áratug hafa þær leikið saman og sérhæft sig í flutningi sígildrar samtímatónlistar. Þær eru starfandi meðlimir í kammersveitunum Phaedra, Pinquins, Plygon, WeDoMagic og Ensemble neoN en leika þess utan reglulega með öðrum samtímasveitum í Noregi eins og Olso Sinfonietta, Cikada, Bodø Sinfonietta, Ensemble Ernst og Asamisimasa. Neon-trio hefur einnig töluverða reynslu í flutningi rytmískrar nútímatónlistar og popptónlistar.

Um efnisskrá tónleikanna í Húsafelli vilja þær sýna hvað er að gerast í samtímatónlist í dag, með áherslu frumlega og framsækna tónlist http://ensembleneon.no/og vídeólist eftir ung tónskáld frá Norðurlöndunum.