Fara í efni

Foreldravika

Foreldravika

Dagana 23. til 27. september er foreldravika í tónlistarskólanum. Í vikunni munu kennarar hitta foreldra og nemendur og undirbúa markmiðssamninga fyrir veturinn. Tilgangurinn með samningunum er að virkja þáttöku nemenda í ákvarðanatöku um eigið nám og gera þeim kleift að koma með óskir um verkefni og markmið vetrarins.

Dagana 23. til 27. september er foreldravika í tónlistarskólanum. Í vikunni munu kennarar hitta foreldra og nemendur og undirbúa markmiðssamninga fyrir veturinn. Tilgangurinn með samningunum er að virkja þáttöku nemenda í ákvarðanatöku um eigið nám og gera þeim kleift að koma með óskir um verkefni og markmið vetrarins. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum í tíma og ræða við kennarann um námið en í vikunni verður einnig hægt velja um námsmat fyrir veturinn í samráði við kennara en námsmat er valkvætt í Tónlistarskólanum á Akureyri. Stuðningur og virk þátttaka foreldra er gríðarlega mikilvægur þáttur í tónlistarnámi. Í janúar munu foreldrar og nemendur hitta kennara aftur til þess að fara yfir markmiðssamningana og endurskoða hvernig gengið hefur og hvort markmiðum hefur verið náð.