Fara í efni

Strengjasveitatónleikar í Hofi

Strengjasveitatónleikar í Hofi

Dagana 4.-11. október fær strengjadeild TA í heimsókn góða gesti. Þetta eru hópar strengjanemenda annarsvegar frá Berlíní Þýskalandi og hinsvegar frá Gdanskí Póllandi. Þessir nemendahópar ætla vinna með strengjasveitum skólans yfir helgina. Á mánudaginn þann 7. október kl. 18:00 verða síðan tónleikar í Hamraborg, stóra salnum í Hofi.

Dagana 4.-11. október fær strengjadeild TA í heimsókn góða gesti. Þetta eru hópar strengjanemenda annarsvegar frá Berlíní Þýskalandi  og hinsvegar frá Gdanskí Póllandi. Þessir nemendahópar ætla vinna með strengjasveitum skólans yfir helgina. Á mánudaginn þann 7. október kl. 18:00 verða síðan tónleikar í Hamraborg, stóra salnum í Hofi. Samtals verða þetta um 50 strengjanemendur þýskir, pólskir og íslenskir sem taka þátt í þessum tónleikum. Efnisskráin er fjölbreytt og má m.a. nefna að leikinn verður kafli úr píanókonsert eftir J.  Haydn þar sem einleikari er píanónemandi við skólann Alexander Smári Edelstein. Einnig verður fluttur kafli úr konsert fyrir fjórar fiðlur eftir A. Vivaldi og Syrpa af íslenskum þjóð-og rímnadanslögum útsett af Sigurði I Snorrasyni svo eitthvað sé nefnt. 
Stjórnendur á tónleikunum verða María Podhajska, Paula Schinz, Anna Podhajska og Eydís Úlfarsdóttir.